Fara í efni

VILL SVÖR

Jæja, Ögmundur, hvernig í ósköpunum ætlarðu að réttlæta það hvernig þú greiddir atkvæði í dag um tillögu Vigdísar Hauksdóttur? Af hverju viltu ekki leyfa okkur, kjósendum þessa lands, að svara því hvort halda eigi áfram með aðlögunarferlið eða ekki? Hvar er umhyggjan fyrir aukinni þátttöku "þjóðarinnar" í ákvarðanatöku núna? Ég bíð spenntur eftir svörum.

SVÍKUR KJÓSENDUR

Ögmundur. Þú ert búinn að svíkja þína kjósendur og þinn flokk um að berjast fyrir að fara ekki í ESB. Þú afskrifar rétt þinn til að vera í ríkisstjórninni í dag, þegar þú hafnaðir tillögu Vígdísar Hauksdóttur um að þjóðin fengi að kjósa um að draga aðildarviðræðurnar að ESB til baka.

UM LÝÐRÆÐI OG EIGNARRÉTT Í STJÓRNARSKRÁR-DRÖGUM

Sæll Ögmundur og þakka þér hlý orð í minn garð í færslu þinni í byrjun vikunnar, sem þú vaktir athygli mína á í byrjun vikunnar (síðustu viku, barst 17/5 ÖJ) er við hittumst óvænt á þingnefndasviði á mánudagsmorgun.

UM KÍNVERSK LANDSÖLUMÁL O.FL.

Sæll Ögmundur. Bara að láta Innanríkisráðherrann vita, að nú undir kvöld (bréfið barst 16/5),  á síðustu metrunum fyrir Kristi Himmelfartsdag, berast þau tíðindi frá RÚV sjálfu, að nú vilji þeir loksins kveða Lilju með þér.
Petursborg 1

LAGARÁÐSTEFNA Í PÉTURSBORG UM ÖRYGGI - OKKAR ALLRA

Síðari hluta liðinnar viku sat ég alþjóðlega lagaráðstefnu í Pétursborg í Rússlandi (Legal International Forum).
Jóhann Ársælsson 2

HANN NJÓTI SANNMÆLIS!

„Það á ekki að vinna gegn starfsmöguleikum fyrrverandi þingmanna að þeir hafi setið á Alþingi. En það er alveg ljóst að Jóhann Ársælsson hefði aldrei verið skipaður stjórnarformaður Íbúðalánasjóðs ef hann hefði ekki verið í Samfylkingunni og vinur ráðherrans.

HEIMILI EÐA FOSS?

Ég er sammála þér varðandi lýðræðistakmarkanirnar í stjórnarskrárdrögum Stjórnlagaráðs, en er að hugleiða það sem þú segir um eignarréttinn.

HALLÆRISLEGUR HROKI

Þakka þér fyrir að vekja máls á hrokanum í Stjórnlagaráðsfólkinu sem móðgast við alla þá sem voga sér að vera ósammála einhverju í drögum þeirra að nýrri stjórnarskrá fyrir Ísland.

AUGLJÓS ÁFORM KÍNVERJA

Mér þóttu góðar hugvekjurnar ykkar Einars Benediktssonar um landvinningastefnu Kínverja og dæmalausar yfirlýsingar Núbós um tryggan 99ára leigusamning.
askja II radstefna

UMRÆÐA VAKIN Í ÖSKJU, SLEGIN AF Á EYJU!

Í gær ávarpaði ég í Öskju, ráðstefnu sem Edda- öndvegissetur stóð að ásamt Institute of Advanced Studies in the Social Sciences í Paris (EHESS), Reykjavíkurborg, Háskólanum á Bifröst, Hugvísindasviði Háskóla Íslands og franska sendiráðinu á Íslandi og Innanríkisráðuneytinu.. Á vef Innanríkisráðuneytisins var viðfangsefni ráðstefnunnar lýst með þeim orðum að fjallað væri um lýðræði og íslenska stjórnlagaráðið/þingið, áhrif efnahagskreppunnar á kynjajafnrétti og velferðarkerfið og pólitískar, samfélagslegar og menningarlegar tilraunir til að glíma við afleiðingar hrunsins og kreppunnar á Íslandi og erlendis.