 
			HANDBREMSUSTOPP FRAMSÓKNAR
			
					09.04.2007			
			
	
		Þarf ekki að losa um einhverja skrúfu hjá Jóni Sigurðssyni, formanni Framsóknar eða hefur kannski einhver skrúfa forskrúfast í forritinu hjá honum? Það er augljóst að ráðgjafar Jóns og félaga segja þeim að hamra á því að stjórnarandstöðuflokkarnir vilji stoppa þjóðfélagið með því að hafna stóriðjustefnu Framsóknar.
	