Fara í efni

Frá lesendum

INGIBJÖRG ER EKKI ALEIN Í HEIMINUM

Það er óhjákvæmilegt að segja það eins og það er: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir var ekki ein í borgarstjórn á vegum R-listans eins og ætla má af örvæntingarskrifum Samfylkingarmanna þessa dagana.

VALD TIL AÐ SEGJA SANNLEIKANN

Við, friðsamir Íslendingar, getum ekki stöðvað áætlanir Bandaríkjanna um að ráðast á Íran og leggja landið í rúst.

HAGSMUNIR HEILDARINNAR OFAR ÖLLU ÖÐRU – BURT MEÐ KLÁMIÐ !

Kæri Ögmundur... Ég tek svo sannarlega undir pistil þinn á vefsíðu þinni með fyrirsögninni “HVER ER MUNURINN Á VÍTISENGLI OG KLÁMFRAMLEIÐANDA?” Þá tek ég sérstaklega undir mótmæli Kolbrúnar Halldórsdóttur 8.

ER FLOKKSPÓLITÍK HLAUPIN Í VARMÁRDEILUNA?

Ég hef aldrei efast um hug þess fólks sem vill passa upp á Varmána í Mosfellsbæ. En eru ekki fleiri aðilar komnir að þessu máli en umhverfissinnar?  Ég tek eftir því hve Samfylkingin er áköf að reyna að nota þetta mál gegn VG – grein á grein ofan, jafnvel Össur Samfylkingarvesír, sem ég hélt að væri samherji þinn í samfylkingaráformum vinstri manna, heggur í þennan knérunn.

TEKJUR ER EKKI SAMA OG HAGNAÐUR

Sæll Ögmundur. Ég fylgdist með samræðum ykkar Landsbankastjórans í Kastljósi í kvöld. Ég tek eftir því að ein helsta málsvörn bankanna í umræðum um okur þeirra á íslenskum almenningi er sú að svo og svo mikill hluti tekna þeirra verði til erlendis í tengslum við útrásina miklu.

ÞINGMAÐURINN Á BAUNINNI

Er ekki hægt að setja takmörk fyrir því, Ögmundur, hversu viðkvæmir menn mega sitja á alþingi? Þeir sem hafa alist upp á Hvalfjarðarströnd vita að þar hefur oft þurft að bölva upp í veðrið til þess að komast fyrir fé í stórhríðum.

VÉLSKÓFLAN OG TÁRIN

Mikil undur eru að gerast í þeirri sveit Mosfellssveit sem Halldór Laxness kom inn á landakort heimsbókmenntanna. Að þessu sinni  er  ekki verið að dýpka, skýra né glöggva bókmenntaarfinn.  Að þessu sinni er okkur  í dag nýr frelsari fæddur í umhverfismálum sem hlekkjar sig grátandi við vélskóflur.

BANKAUMRÆÐA Á VILLIGÖTUM?

Kæri Ögmundur. Það eru sumir sem sjá bara tvenna banka, ríkisbanka sem þarf að borga mikið með versus banka í einkaeigu sem hagnast um milljónatugi og skilar miklu í ríkiskassann.

ER EKKI TÍMABÆRT AÐ SKOÐA HVERNIG MENN VERÐA MILLJARÐAMÆRINGAR?

....hinn rússneski eigandi Chelsea náði til sín nokkrum ríkisfyrirtækjum á sínum tíma á réttum tíma og með aðstoð vel valinna manna og er nú einn ríkasti maður heims.

SPILLT FRAMSÓKN Á FRAMFÆRI ALDRAÐRA!

Ég ætlaði ekki að trúa mínum eigin augum og eyrum þegar ég sá í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra hefði tekið peninga úr Framkvæmdasjóði aldraðra til að fjármagna áróðursbækling fyrir sjálfa sig og þar með Framsóknarflokkinn.