Fara í efni

Frá lesendum

ÍSLAND Í KJARNORKUKLÚBBINN?

Stóra leyndarmálið við kjarnorku er þetta: Kjarnorkusprengjur eru einfaldar. Í Evrópu er að finna ótal ríki sem hafa fyllilega tæknigetuna til þess að smíða kjarnorkusprengjur í tiltölulega stórum stíl.

ER EITTHVAÐ AÐ?

Erum við ekki að ljúka kosningabaráttunni? Snerist hún um stóriðjustefnuna? Stóriðjustopp? Og hvað svo: Svo er Sjállfstæðisflokkurinn að fá meirihluta og það er haldið áfram með framkvæmdir; nú í Helguvík og Jón Sigurðsson iðnaðarráðherra situr á leynifundum með Alcan um Keilisnes.Ætlar kosningabaráttan að láta þetta fara fram hjá sér?Stærri Sjálfstæðisflokk en nokkru sinni fyrr.Nýtt álver í Helguvík.Nýtt álver í Keilisnesi.Er eitthvað að; á sljóleikinn að ráða kosningaúrslitunum?Sigríður

VARÚÐ: ÞAÐ ER HÆTTA TIL HÆGRI !

Er einhver hætta á því að kjósendur verði látnir gleyma Kárahnjúkavirkjun í kosningunum 12. maí eins og þeir "gleymdu" Kárahnjúkavirkjun fyrir fjórum árum? Hvaða flokkur stóð þá vakt - aleinn?. Er einver hætta á því að kjósendur gleymi ákvörðun ríkisstjórnar Íslands um að styðja  innrásina í Írak? - Hvaða flokkur hefur verið á þeirri vakt um sóma íslensku þjóðarinnar?  Oft aleinn.. Er einhver hætta á því að kjósendur gleymi vaxtaokrinu? Hvaða flokkur hefur talað skýrast um ruðningsáhrif stóriðjustefnunnar sem eru að birtast í vaxtaokri og byggðahruni?. Er einhver hæta á því að kjósendur gleymi Halldóri og Davíð? . Er ekki allt í lagi að rifja það upp að það eru sömu flokkar og sama stefna sem yrði við völd ef sá hryllingur skellur yfir aftur að stjórnarflokkarnir  fái meirihluta.. Það er alvarleg hætta til hægri.. Sigríður.

VANÞEKKING OG AUMINGJAGÆSKA

Sæll Ögmundur.Samkvæmt skoðanakönnunum um helgina eru ríkisstjórnarflokkarnir að sækja í sig veðrið. Ástæðurnar eru mismunandi.

HVAÐ SEGIR VG UM PALESTÍNU?

Sæll Ögmundur. Hver er stefna ykkar varðandi deilur Ísraelsmanna og Palestínumanna? Teljið þið það mikilvægt að viðurkenna tilvist Palestínu sem sjálfstæðs ríkis?Með bestu kveðju,Guðbjörn Dan GunnarssonÞakka þér fyrir bréfið Guðbjörn Dan.

MÁ SPYRJA, KANNSKI?

Það er sagt að landsfundir S - flokkanna hafi tekist vel; þeir voru áreiðanlega óvenjuvelheppnaðar leiksýningar.  Enda var það óvenjuöflug leikarafjölskylda sem  stýrði þeim með glæsibrag, börn Þórhildar Þorleifsdóttur og Arnars Jónssonar stýrðu fundunum.

HÖFUÐBÓLIÐ OG HJÁLEIGAN

Sæll Ögmundur. Nokkur orð um kosningafundinn við Lækinn okkar hér í Hafnarfirði. Að loknum kosningum 1991 tók Alþýðuflokkurinn, síðar Alþýðuflokkurinn – Jafnaðarmannaflokkur Íslands og síðast Samfylking, að sér að verða stuðningsflokkur Sjálfstæðisflokksins.

JÓNÍNA BJARTMARZ LEIKUR Í VERULEIKASJÓNVARPI RÍKISSTJÓRNARINNAR

Það er í raun ótrúlegt  hve ráðherrar leggjast lágt í því að koma sér á framfæri. Síðasta dæmið er frá því gær, þar sem Jónína Bartmarz er stödd á strandstað Wilson Muuga, þar sem næstum má halda að þar hafi hún haft forystu um björgun skipsins.Þessu var því miður þveröfugt farið, pappírsdýrin í umhverfisráðuneyti Jónínu voru búin að þvæla málið fram og til baka.

HRIKALEGAR HÓTANIR

Margt er gott í ályktunum landsfundar Sjálfstæðisflokksins, einnig um  velferðarmál, en þar birtast líka hrikalegar hótanir um grundvallarbreytingar á velferðarkerfinu.  Dæmi:1.  "Landsfundurinn vill nýta kosti fjölbreyttra rekstrarforma á sem flestum sviðum og tryggja þannig hagkvæma nýtingu opinbers fjármagns." Hér er semsé lögð áhersla á einkarekstur í heilbrigðiskerfinu; tvöfalt kerfi.2.

HVERS VEGNA ER VG ANDVÍGT VATNALÖGUNUM?

Sæll Ögmundur.Ég hef mikið velt einu fyrir mér varðandi deilurnar um vatnalögin nýju sem þið Vinstri-græn eruð svo ákaflega á móti.