Fara í efni

Frá lesendum

NAFNGIFTIR BANKA

Sammála þér Ögmundur um Arion bankann. Þetta er ömurlegt nafn svo ekki sé meira sagt, hreint ömurlegt. Þetta nafn sæmir engum banka nema þeim sem ætlar sér eitthvað glæpsamlegt.

UM STÓRIÐJU OG SÉREIGNASPARNAÐ

Jæja kæri Ögmundur.. þá virðist Jóhanna hafa gert lokatilraun til að reka fleyg í samstarf flokkanna. Ekki svo að skilja að undirritaður sé neitt annað en mjög sáttur við tilkomu þeirra þúsunda starfa sem framkvæmdir þessar í samfélagi unnenda stóriðjuuppbyggingar koma til með að skila í okkar stórveiklaða samfélag á atvinnuuppbyggingarlegan mælikvarða skoðað.

BURT MEÐ VERÐTRYGGINGUNA

Verðtrygging á lánum Ljóst er að það þarf að bæta upp það mikla fjárhagslega tjón sem varð við efnahagsstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks.

SÖNGVARI EÐA HROSS ÚR ÁRMÚLANUM

Og svo stofnsettu þeir banka, nýjan banka, ríkisbanka á grunni gamla bankans, sem átti íbúð í Lundúnum sem hann lánaði fyrirmönnum fyrr á tíð.

KEM EKKI AUGA Á VINSTRIÐ

Ég tek undir með "einni atvinnulausri" sem skrifar þér á heimasíðuna um "Norrænu vinstri velferðarstjórnina". Ég sé nú ekki lengur mikið vinstri í þessari ríkisstjórn.

NORRÆN VELFERÐAR-STJÓRN?

Ég á erfitt með að taka ykkur alvarlega þegar þið nú komið fram með skattaboðskapinn, nýbúin að biðja AGS að vera lengur og viðhaldið sama spillingarliðinu, jafnvel inni í ráðuneytunum, gerið þá að ráðuneytisstjórum og hátt settum ráðgjöfum og endurreisið fjármálakerfið nákvæmlega einsog það var! Einasta sem ríkisstjórnin gerir að EIGIN frumkvæði er að skera niður í velferðarkerfinu.

MESTU SVIK STJÓRNMÁLA-SÖGUNNAR

Sæll Ögmundur.... Ég óska Ásmundi Einari Daðasyni til hamingju með formannskjörið í félagi sjálfstæðissinna "í Evrópumálum".  Ég eins og þú er meðlimur í Heimssýn, sem ég vil frekar kalla Heimsýn, og báðir viljum við halda okkur utan afskipta og oks annarra þjóða!. Ég er einnig mjög á móti samþykkt Iceslaves á Alþingi áður en að dómstólar hafa skorið úr um hvort saklausum íslenskum almenningi sé skylt að greiða fyrir afglöp stjórnmálamanna og fjárglæpamanna! . Ég hef talið að með því að neita Iceslave, þá séum við einnig að neita Evrópuaðildinni og jafnvel afskiptum AGS af stjórnmálum Íslendinga, þó það sé fullkomlega réttlætanlegt að hafna Iceslave algjörlega, málefnalega á eigin grundvelli.  . Ég var mjög á móti að Alþingi leyfði aðildarviðræður við Evrópusambandið og ég og fjöldi annarra kjósenda hefðum aldrei kosið VG, hefðum við vitað að VG, hefði gert samkomulag við alþjóðakratana að hefja aðildarumræðurnar.  Sama má segja um að samþykkja að AGS tæki við stjórn landsins.

SUBBUSKAPUR!!!

Heildarkröfur í bú Landsbankans eru miklar og tap viðskiptamanna hans um 6500 milljarðar króna. Fyrir utan stjórn bankans, sem ber afar vel skilgreinda ábyrgð á rekstri hans, bera eigendur, bankastjórar og æðstu stjórnendur mesta ábyrgð á óráðsíunni.

ANNARS EIGUM VIÐ AÐ FARA Í RUSLFLOKK!

Því miður eru margir skólar ekki að standa sig betur en svo að þeir eru ekki einu sinni með myndavélakerfi í skólunum og auglýsa sig svo sem mjög öfluga í að vinna gegn einelti.

EKKI SKULDAÞRÆLAR!

Ögmundur.. Pétur Örn spurði þig af ærnu tilefni og þú vísaðir í þessi lokaorð pistils: "Að öðru vísi samsett ríkisstjórn hefði leitt til svipaðrar niðurstöðu.