Fara í efni

AGS BURT

Sæll Ögmundur.
Núverandi stjórnarflokkar, fyrir utan nokkur ykkar, eru að fremja þann glæp gegn þjóðinni að hlýða í einu og öllu AGS (IMF) alþjóðainnheimtustofnun fjármálaafla heimsins. Og þó yfirmaður AGS neiti, hefur það samt komið fram að AGS vill koma Icesave nauðunginni yfir okkur og gera okkur að vinnumönnum erlendra fjármálaafla. Lílja Mósesdóttir og þú sjálfur höfðuð persónustyrk og þor til að standa ein gegn stjórnarflokkunum og hafna Icesave, allavega núna og vonandi næst. Og fyrir það hafið þið mína virðingu og þakkir. Við verðum að standa gegn grimmd og skemmdarverkum AGS. Við megum ekki gleyma hættunni sem auðlindum og ríkisfyrirtækjum okkar og okkur sem sjálfstæðu ríki stafar af þessari stofnun. Við megum heldur ekki gleyma viðvörunum Eva Joly, Gunnars Tómassonar, John Perkins, Joseph E. Stiglitz og Michael Hudson. 3 þessara manna eru hálærðir hagfræðiprófessorar og hafa unnið fyrir AGS og vita um hvað þeir eru að tala. Og ekki síst hefur Lílja Mósesdóttir og þú sjálfur varað við AGS. Leyfum þeim ekki að eyðileggja okkur eins og þeir hafa eyðilagt fjölda landa.
ElleE