FRÁ SJÓNARHÓLI SANNGIRNINNAR
09.01.2010
Ég hlustaði á þáttinn Í Vikulokin í RÚV. Umræðurnar voru ágætar um margt. Mér fannst málflutningur Guðfríðar Lilju Grétarsdóttur sannfærandi þegar hún færði rök fyrir því að nú væru forsendur til að færa Icesave inn í nýjan farveg í ljósi þess að málstaður Íslands nyti nú betri skilnings en áður á erlendri grundu.