09.01.2010
Ögmundur Jónasson
Sæll Ögmundur.. Ég sagði í bréfi til þín á dögunum, að ég væri stolt af forseta Íslands og ég sagðist líka vera stolt af "þeim merku mönnum sem bjuggu til dynamiska stjórnarskrá fyrir okkur í öndverðu, skarpskyggnir lýðræðissinnar." Síðan þetta var skrifað hefur stolt mitt vaxið, geng ég nú með þanið brjóst, svo ánægð er ég.