
ÞÖRF Á ÞJÓÐVARNAR-FLOKKI
10.04.2010
Kæri Ögmundur.... Ég vil þakka fyrir sérstaklega góða grein Björns Jónassonar bróður þíns á vefsíðunni, hún hittir beint í mark á fjölda sviðum og ætti að vera öllum sem hafa áhuga á þjóðmálum að lesa vel og vandlega. Hún ræðir um heilmikið grundvallarmál í stuttri grein.. Ég er einnig sammála flestu í lesendabréfadálknum undanfarið!. Flestir eru nú búnir að gera sér óþjóðlegt undirferli Samfylkingarinnar ljóst, enda fer ekki á milli mála.