Fara í efni

Frá lesendum

ÞÖRF Á ÞJÓÐVARNAR-FLOKKI

Kæri Ögmundur.... Ég vil þakka fyrir sérstaklega góða grein Björns Jónassonar bróður þíns á vefsíðunni, hún hittir beint í mark á fjölda sviðum og ætti að vera öllum sem hafa áhuga á þjóðmálum að lesa vel og vandlega.  Hún ræðir um heilmikið grundvallarmál í stuttri grein.. Ég er einnig sammála flestu í lesendabréfadálknum undanfarið!. Flestir eru nú búnir að gera sér óþjóðlegt undirferli Samfylkingarinnar ljóst, enda fer ekki á milli mála.

ER VERIÐ AÐ FIKTA Í FRÉTTUM?

Sæll Ögumundur.. Bestu þakkir fyrir gömul og ný kynni. Mig langar til að spyrja: Er verið að innleiða ritskoðun í landinu í skjóli skuggalegra niðurstöðu hrunskýrslunnar? Hvar er Davíð Oddsson niðurkominn núna? Er hann virkilega flúinn úr landi? Á dögunum birtist á vefmiðlinum visir.is frétt um að Davíð Oddsson væri flúinn úr sprungunum við Rauðavatn og meira að segja alla leið úr landi.

HVAÐ VAKIR FYRIR RÁÐHERRUNUM?

Heill og sæll Ögmundur.. Ég varð all undrandi þegar ég heyrði, sá og las í fréttum að forsætisráðherra og fjármálaráðherra væru að snupra skilanefnd gamla Glitnis fyrir að stefna pörupiltum fyrir rétt vegna horfinna milljarða úr sjóðum bankans.

EKKERT BREYST?

Í vikunni komu fréttir um það að hagnaður Landsbankans hefði verðum rúmir 14 milljarðar á síðasta ári. Hrollur fór um mig þegar ég las þetta því tölurnar minna svo svakalega mikið á tölur bankanna frá því að "bankaveislan" mikla stóð sem hæst.

EKKI BETRI BEIT Í BOÐI AGS

Hálfsannleikurinn, konungurinn í ríki lyginnar hefur nú gert víðreist innan ríkisstjórnarinnar. Við lesum úr ræðum ráðamanna hugmyndafræði sem er svo illa framsett að maður veltir fyrir sér hvort metnaður viðkomandi til friðar og sannleiks sé endanlega fyrir borð borinn.

GENGUR HÆGT HJÁ LANDSVIRKJUN

Heill og sæll Ögmundur.. Á dögunum var ársfundur Landsvirkjunar. Ósköp gengur hægt að gera ársreikninga Landsvirkjunar aðgengilega fyrir venjulegt fólk.

LÍTIÐ DÆMI UM FAGMENNSKU

Í stórgóðri grein sem birtist hér á vefsvæðinu fjallar Björn Jónasson um þá fortíð sem við nálgumst hröðum skrefum.

VILJA LOSNA VIÐ ESB ANDSTÆÐING

Það sem ég held þá erum við að verða vitni að lélegum "trikkum" pólitíkusa til þess að klekkja á andstæðingi sínum.

RANGHUGMYND

Ég sá þú skrifaðir um ummæli Magnúsar Orra alþingismanns um að þeir sem vildu ekki semja um Icesave bæru ábyrgð á að 3.300 einstaklingar yrðu atvinnulausir.

AÐ HALDA REISN OG STOLTI

Heill og sæll Ögmundur.. Ég tek undir með Elle, þar sem hún brýnir þig áfram til þinna góðu verka. Hvatning hennar minnir skemmtilega á óþreyju byltingarskáldsins mikla Majakovskís, þegar honum fannst allt vera að kafna í innantómu skrifræði og sérhagsmunagæslu allra hinna stein-gerðu í björgum nómenklatúrunnar í Kreml.