Fara í efni

RANGFÆRLSUR OG RANGHUGMYNDIR

Mat ráðamanna í samfélaginu á mismunandi þjóðfélgshópum ruglaðist algerlega í yfirstandandi hruni. Bankamenn og útrásarvíkingar voru eðalmenni en við, almenningur vorum lægra settur þjóðfélagshópur. Við skuldauppgjör núna í bönkunum eftir hrun þá hefur afstaðan lítið breyst. Við, almenningur eigum  að taka allan skellinn. Við fáum engar afskriftir af okkar lánum og viðhorfið til okkar er enn lítið breytt. Sett eru flókin lög til að sjá til þess að einungis þeir peningar sem eru tapaðir hvort sem er verða afskrifaðir hjá heimilunum sem höfðu ekki snilld í sér til að reka heimilið og íbúiðina sína í sérstöku einkahlutafélagi og sitja því uppi með skellinn. Bankamenn, stjórnmálamenn og útrásarvíkingar sem allir voru með einkahlutafélög að því virðist láta þessi félög rúlla og standa bara eftir í góðum málum og nú þegar bankarnir hafa úrskurðað og afskrifað þá er margt af þessu fólki að halda eftir miklum eignum. Nýlega fékk Ingibjörg nokkur að fjárfesta háar fjárhæðir í 365 þó hún skuldaðði eitthvað á fimmta milljarð. Í dag eru engir erlendir peningar í umferð heldur eingöngu peningar íslenskrar alþýðu. Enn er verið að ausa úr sjóðum alþýðunnar í vonlaus verkefni á vegum þeirra sem eru algerlega siðlausir og með fullkomnar rangfærslur og ranghugmyndir. Hverjir eru að stjórna þessu Ögmundur? Er það fólk með Rangfærslur og ranghugmyndir?
Sigurður