Fara í efni

BURT MEÐ ALLA KETTI!

Þá er skýrslan komin og stefnir í að íhaldsglæpalýðurinn fái makleg málagjöld. Nú er að fylgja málinu eftir. Það er hárrétt hjá Steingrími og Jóhönnu að nú þarf að þétta raðirnar. Ekkert pláss fyrir ketti í ríkisstjórn. Ef þú og andófsliðið í VG getið ekki hagað ykkur einsog fólk, verið fulltrúar okkar sem treystum ykkur til að standa í lappirnar þá eigið þið að víkja fyrir varaþingmönnum ykkar. Þið eigið að segja af ykkur þingmennsku og hverfa til annarra starfa. Svo einfalt er þetta í mínum huga Ögmundur Jónasson.
Kv.
Sveinn G.
p.s. Björn Valur var frábær í gær. Lét forsetann hafa það.

Þakka bréfið Sveinn. Ég veit ekki hvort þú trúir því en ég held að þú sért að verða hjáróma rödd.
Kv. Ögmundur