Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Október 2008

JAFNRÉTTISLÖG BROTIN Á DEGI HVERJUM

Sæll Ögmundur,. Hún Harpa ritaði á heimasíðuna þína um karla og konur í valdastöðum og ég er að vissu marki sammála henni.

AF HVORU KYNI?

Sæll Ögmundur,. Ég hef frá fyrstu tíð tekið þátt í jafnréttisbaráttunni, en á mínu heimili hefur kvennabarátta alltaf verið hluti af stéttarbaráttunni. . Að sjálfsögðu eiga konur að hafa sömu tækifæri og karlar á öllum sviðum þjóðfélagsins en ég get ekki séð að samfélagið sé eitthvað betur sett þótt konur gegni ákveðnum valdastöðum í samfélaginu eða stjórni fyrirtækjum.. Það er að mínu mati mikilvægara að rýna í skoðanir fólks en kynferði.  . Er það styrkur fyrir jafnréttisbaráttuna að Valgerður Sverrisdóttir eða Margrét Thatcher hafi gegnt valdastöðum?Hverju breytir það að Ingibjörg Sólrún er kona? Ég er jafn ósátt við skoðanir hennar og væri hún karl.. Í pólitísku tilliti á ég ekkert sameiginlegt með Ástu Möller, Ingibjörgu Sólrúnu, eða Valgerði Sverrisdóttur frekar en þú með Geir Haarde, Davíð Oddsyni eða Bjarna Benediktssyni.. Ég er ekki þeirrar skoðunar að þótt við konurnar höfum ekki haft sömu tækifæri og þið karlarnir til þess að setja mark okkar á valdakerfi og viðskiptalíf landsins á undanförnum árum séum við þar með betur til þess fallnar að takast á við þau verkefni sem nú liggja fyrir. . Ég skil  ekki það kall sem heyrist nú úr öllum áttum um að "nú sé röðin komin að konunum"!. Þess vegna skil ég heldur ekki hvernig það má vera að nýir stjórnendur Glitnis og Landsbanka skuli taldar yfir gagnrýni hafnar og að því er virðist sjáfvirkt hæfar til sinna starfa vegna þess að þær eru konur. . Höfum við ekkert lært?. Nú þarf að spyrja:. Hvert var hlutverk þessara stjórnenda í gömlu bönkunum? . Af hverju fáum við ekki að vita hvað þær hafa í laun?. Er það rétt að Elín Sigfúsdóttir sé einn af hugmyndasmiðunum á bakvið Icesave? . Það er enginn aðili að gamla valdaaðlinum, hvorki í viðskiptum né pólitík, yfir gagnrýni hafinn!. Farsæl framtíð Íslands mun ekki byggjast á því hvort það verða konur eða karlar sem stjórna.

ALAN GREENSPAN - MILTON FRIEDMAN -GEORG SOROS

Kæri Ögmundur.... Ekki alls fyrir löngu senti ég þér lesenda bréf um að ég hafi horft á og hlustað á viðræðu við Georg Soros háprest auðvaldsins og að hann hafi sagt eftirfarandi: . . * Að það væri númer eitt að þjóðir hafi stjórnvöld sem trúa á stjórnskipanina og stjórni samkvæmt því.. * Að það væri lífsnauðsynlegt að öll hegðun og þá hegðun fjármálastofnana og fyrirtækja, þar með banka, verði samkvæmt nákvæmum og góðum lögum og reglum og að gott eftirlit tryggi að farið sé eftir þeim.   . * Georg Soros sagði að á tímum Regans forseta Bandaríkjanna og Margrétar Thatcher forsætisráðherra Bretlands, hafi fólk tekið alvarlega trúarjátninguna eða hugdettuna um að í frjálsu markaðskerfi, mundi markaðurinn leiðrétta sig sjálfur, sjálfkrafa, sem er bölvuð della og ein ástæðan fyrir núverandi fjárhagsvandamálum!. * Hann sagði ennfremur að hann teldi að vald dollarans sem hefur verið notaður sem hálfgerður alþjóða gjaldmiðill þar með að gas og olía væri versluð með honum, hafi skaðast svo við hrun kapítalismans, að þjóðir munu hætta að nota hann, "sem alþjóða gjaldmiðil".

INNLEND ATVINNUSKÖPUN - LOFTRÝMISGÆSLA

Sæll Ögmundur.. Í tilefni af pistli þínum um öryggisráðið, Össur og drápstólin.  Ég er þér sammála um viðbrögð Össurar.

BLÁMANN

Eitt sinn var hér frábær fýr,. svo fagurblár var hann,. hann sagði okkur ævintýr. um annan bláan mann. Og Blámann hét sá blái sveinn. því blár var litur hans,. hann vildi hafa völdin einn. í veröld Skaparans.

SKULDAKLAFI OG STÓRRIDDARA-KROSSAR

Um hvað eru íslensk stórnvöld, Geir fyrrum fjármálaráðherra og Ingibjörg Sólrún að semja við Alþjóða gjaldeyrissjóðinn ?. Jú skyldi þó aldrei vera um það hvernig við getum best gengið að kröfum aðildarríkja sjóðsins eins og Breta og Hollendinga um að greiða þeim skaðabætur, sem nema tólffaldri þjóðarframleiðslu.

VERKALÝÐS-FORYSTAN OG VERÐTRYGGINGIN

Sæll Ögmundur. . Þar sem þú átt sæti í stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins þá langar mig til að forvitnast um afstöðu þína til verðtryggðra lána nú þegar mikil hætta er á mikilli verðbólgu næstu misserin.

OKKAR BESTU MENN ERU Á VAKTINNI

Fyrir þá sem hafa áhyggjur af ástandi þjóðmála þessa stundina er gott til þess að vita að okkar bestu menn standa vaktina á Alþingi.. Þar er unnið hörðum höndum að mikilvægum málum líðandi stundar og því óþarfi að hafa nokkrar áhyggjur.

VG OG SAMFYLKING SAMEINI KRAFTANA

Sæll og blessaður Ögmundur. Ég er sammála þér í mörgu sem þú skrifar og hef tekið eftir því að margt sem þú hefur bent á í gegnum tíðina hefur staðist.

ÞARF AÐ SKIPTA UM STJÓRNVÖLD

Sæll Ögmundur !. Við fórum hjónin á útifundinn til að mótmæla ástandinu og því hvernig ráðamenn landsins eru búnir að klúðra fyrir okkur hlutunum.