Fara í efni

Frá lesendum

SÁRT BÍTUR SOLTIN LÚS

Hér vandræða tíma og mikla vá vonbráðar fáum að horfa upp á stjórnin þá fallin og Bjarni kallinn og langflestir vilja kosningar fá. Já ef ég ætti banka bréf bráðlega yrði ríkur Engin fátækt ekkert þref eymdinni allri líkur. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

BANANASÝSLAN

Ef vantar fé í villta neyslu, velgjörðirnar munum. Bananasýslan bauð í veislu, bankaræningjunum. Gráðugir sýnast sumir menn, sækja pund og franka. Mafíustarfsemi magnast enn, margir rændu banka. ... Kári

EKKI HVERJIR KEYPTU HELDUR HVERJIR SELDU

Ég er hjartanlega sammála þér um Íslandsbankamálið. Menn láta sem hneykslið sé hverjir keyptu. Auðvitað kaupa þau sem eiga pening og vilja enn meiri pening, liggur það ekki í augum uppi? Jú, það gerir það þegar á það er bent. Og það var gert og varð þá mikið fár. Þess vegna var salan “misheppnuð”. En hneyklsið var ekki þetta, heldur ... Sunna Sara

SPILAKASSAR: HVAÐ SEGJA HINIR FLOKKARNIR?

Ég var ánægð að sjá afdráttarlausa afstöðu oddvita Sósíalistaflokksins, Sönnu Magdalenu Mörtudóttur, til spilakassa í borginni: Hún vill þá burt. Nú bíðum við eftir öðrum flokkum. Ég hef ekki kosið Sósíalistaflokkinn til þessa en það gæti breyst. Nú bíð ég eftir afstöðu annarra flokka. Ein sem þekkir spilavandann úr sinni fjölskyldu

GULLFISKAMINNI

Sigurður Ingi formaður Framsóknarflokksins og ráðherra virðist vera sloppinn fyrir horn eftir rasísk ummæli sín. Þökk sé Íslandsbankahneykslinu. Og Boris Johnson forsætisráðherra Breta sem var við það að missa embætti sitt eftir að hafa logið að þingi og þjóð um samkvæmi þvert á kovídreglur í embættisbústað ráðherrans virðist líka sloppinn. Nú fundar hann í Úkraínu og um Úkraínu og tvídar í Rússlandi um hve góður kall hann sé. Þannig er hann ... Jóhannes Gr. Jónsson

ÁRÁSIN Á BANKA ALMENNINGS

Hér veröld ríkra virða má víst er ágætt djobbið En upp fyrir enni nefin ná og ekki vantar snobbið. Allir virðast vera með skrekk viðvörunar bjöllur klingja Að selja bankana trekk í trek til útvaldra uppvakninga. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

BJARNI OG BANKASALAN

Afsláttinn þeir allir fengu auðvitað í skjóli nætur Þar vinirnir víst fyrir gengu en gjafmildina þjóðin grætur. Gjafmildin ei gladdi landann græðgina jú sjáum þarna Djúpt nú skulum draga andann og losa okkur við Bjarna. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

STYTTIST Í GAMLA FARIÐ

Frjálshyggju stefinu stefnum að styttist í gamla farið Nú bankasalan er kominn á blað Íhaldið tók af skarið. Nálgumst brátt næsta hrun nú selja ætla banka Hér Elítunni er mikið í mun okkar eignum sanka. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

SOPIÐ Á KALEIKNUM

Samherji á kaleiknum sýpur með sakleysi uppá tíu Gróðann þeir geyma á Kýpur og arðinn frá Namibíu. Þráðurinn rauði þakkir fær Þar farið er yfir sviðið Það lesendur það færir nær Þó langt sé um liðið. ... Höf. Pétur Hraunfjörð.

EGGERT SAMMÁLA MÉR, ÉG SAMMÁLA HONUM!

... Ástæða þess er jú sú, eins og hver heilvita maður sér ef hann hugsar rökrétt, að jaðar áhrifin af næstu krónu, milljón, milljörðum, nýtast mun betur þar sem virkileg mengun er eins og á Indlandi eða Kína heldur í okkar hreina og fallega landi.  Það er alveg galið að ætla að fara að setja allt þetta fjármagn í þessa hluti hér á Íslandi “til að vera með” þegar þessir hlutir eru í góðum málum hér á landi og hafa alltaf verið vegna þeirra vistvænu orkugjafa sem við höfum notað í tugi ára auk fámennis og víðernis. Það væri nær að nota þetta fjármagn í að hlúa að sjúkum og fátækum eða bæta menntakerfið ... Eggert