Ég myndi virða það við ríkisstjórnina ef hún krefðist þess af Tyrklandsstjórn að friðarviðræður yrðu teknar upp við Kúrda að nýju og að Tyrkir hefðu sig þegar í stað á brott frá Afrin. Ríkisstjórn sem er tilbúin að skipta um forseta í Venesúela hlýtur að þora að slá á þráðinn til Erdogans! Jóel A.
Trúir þú því í alvöru að ríkisstjórn sem nýskriðin er upp í fang utanríkisráðherra Trumps og hjúfrar sig upp að NATÓ verði við ósk um að setja þrýsting á Erdogan reglubróður í NATÓ? ... Jóhannes Gr. Jónsson