Fara í efni

EN VG?

Ef vinstri græn það vissu
að varast á fúafen fen
En greyin gerðu þá skissu
að treysta Bjarna Ben.

Lyga flækjur hér flestir vaða
finna engan skilning á.
Og vita lítt hvort eða hvaða
hörmungum má sega frá.

Vinstri græn verða nú
verkalýð að sinna.
Eða frú Katrín kveðji bú
og þéni aðeins minna.

Ögmundur þá varar við
vinstri grænir þegja.
Samninga alla setja á bið
sitja heima og deyja.

Allt frá bernsku barðist hann
fyrir betri lífsvon.
Allflestir þekkja þennan mann
hann Ögmund Jónasson.

Víða sést í vesaldóm
vilji menn það sjá.
Hungur og tíma tóm
tekur marga á.

Berðu vinur höfuð hátt
hugsjón varðar veginn.
Opnaðu þína orða gátt
og skammaðu greyin.

Ég æskudrauma eltist við
einhverra hluta vegna.
Því fátækum vil leggja lið
eins og ég megna.

Vitgrannur er vinur-inn
í vinnuveitenda snuddi.
Loðmæltur og lygina finn
lætur eins og tuddi.

Dómarar nú dunda heima
sem dæmdir voru úr leik.
En Andersen vill engu gleyma
og stendur bara keik.

 Höf. Pétur Hraunfjörð