Fara í efni

STÖKUR AF AUGLJÓSU TILEFNI

Þreföld launin heimta þar
Það er í takt við stritið.
Braggamálið jú brösótt var
og bæta á fjármálavitið.

Kreppuhljóðið kunnugt er
keiminn þekkir landinn
Bráðlega falla bankar hér
brothættur er vandinn.

Miljörðum tuttugu og tveim
tapaði WOW í fyrra
 Er Skúli orðinn einn af þeim
 er landann pirra.

Mikinn léttir landinn fann
linaðist um stálin stinn
Er ráðningin á enda rann
og rekin var drottningin.
Höf. Pétur Hraunfjörð.