Fara í efni

Frá lesendum

VEL HEPPNUÐ LÝTAAÐGERÐ ÞORGERÐAR KATRÍNAR

Ég horfði á Silfur Egils í dag og heyrði síðan fréttir seinna um daginn í sömu stöð. Þar var básúnað það sjónarmið Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálfstæðisflokksins að henni hefði fundist of hratt farið í sameiningu Geysis Green og Reykjavík Energy Invest.

EKKI TÚLKA UMFRAM ÞAÐ SEM MEINT ER

Af einskærri tilviljun hnaut ég inn á heimasíðuna þína og verð að hrósa henni fyrir skemmtilega myndblöndun og efnisval.

BÓNUS EIGNAST ORKUVEITU

Sæll Ögmundur.Mér er minnisstætt samtal sem ég átti við föður minn og systur árið 1971 skömmu fyrir kosningar.

LANDRÁÐ

Sæll Ögmundur.Fyrir nokkru síðan velti ég fyrir mér hvað væri í vændum, þegar birtust á forsíðu Mogga myndir af lögreglu við mannfjöldastjórn.Í einfeldni minn hélt ég að það væru kjarasamningar um áramót, sem stjórnvöld væru að undirbúa sig fyrir, en auðvitað er það einkavinavæðing og sjálftekja svokallaðra "fulltrúa almennings”, sem gæti farið fyrir brjóstið á þessum sama almenningi.

DOKTOR ÖSSUR AND MR. BLOGG

VG ræðumenn voru bestir í umræðunum á Alþingi í gær. Framsókn má þó eiga að hún var bráðskemmtileg einsog þegar Bjarni Harðarson benti á að afleitt væri að breyta þyrfti almanntryggingakerfi landsmanna fyrir þá sök eina að Ásta Ragnheiður skildi ekki kerfið.

HJARTANS ÞAKKIR TIL MOGGANS

Leiðarahöfundur Morgunblaðsins tók þig í kennslustund í gær og ekki skortir á að kennarinn vill nemanda sínum vel.

HINGAÐ OG EKKI LENGRA – ÞÖKK SÉ ÖSSURI

Ég varð undrandi og döpur þegar ég heyrði formann Samfylkingarinnar segja á fundi flokksins á síðstu helgi  að nú þyrfti nauðsynlega að hleypa einkaaðilum inn í orkumálin.

VILLI SANNAR SIG

Mig langar að þakka sjálfstæðismönnum í borgarstjórn, og sérstaklega Vilhjálmi borgarstjóra, það ágæta framtak að gefa námsmönnum frítt í strætó.

ÞARF AÐ FRELSA SAMFYLKINGUNA FRÁ ÍHALDINU!

Ég velti því fyrir mér hvers vegna þú hamast svona í Samfylkingunni, Ögmundur. Maður opnar ekki blað án þess að þú sért þar uppi með ásakanir og köpuryrði í garð Samfó.

ER VERIÐ AÐ KOMA Á TVÖFÖLDU HEILBRIGÐISKERFI?

Hver er afstaða ykkar í BSRB til þeirra breytinga sem ASÍ og SA eru að semja um varðandi breytingu á rétti til örorkubóta og greiðslna í veikindum? Sjálfur er ég öryrki og finnst ég vera búinn að reyna alveg nóg án þess að þurfa að horfa upp á skerðingar á rétti mínum.