Fara í efni

Frá lesendum

Á AÐ GERA ÍSLAND ÓBYGGILEGT?

Ég get eiginlega varla ímyndað mér lengur hvernig aðstæður á Íslandi verða í framtíðinni. Ef að einhver hringir í slökkviliðið á hann þá von á því að verða spurður: " Hvernig viltu borga útkallið"? Eða ? Ég meina hvar hafa íslenskir stjórnmálamenn verið síðustu árin?  Er ekki kominn tími til að hætta leikaraskapnum og "stjórna" og gera það sem gera þarf áður en að eyjan verður orðin óbyggileg?Magnús JónssonÞakka bréfið.

VG, HÁEFFUN OG OFURLAUN

Jæja Ögmundur. Það eru allir svo frábærir í VG. Hvað finnst þér þá um hana Svanhildi þína Kaaber, sem samþykkti ofurlaun útvarpsstjóra? Verða kjarakröfur BSRB í samræmi við þetta? Eigum við ekki bara öll að fá 100% hækkun? Bjarni KristinssonFrá afstöðu Svanhildar Kaaber, sem sæti á í stjórn RÚV ohf., til launa Páls Magnússonar útvarpsstjóra,  hefur  verið greint opinberlega og vísa ég þar m.a.

SAMMÁLA KATRÍNU JAKOBSDÓTTUR

Ég er algerlega sammála því sem fram kom hjá Katrínu Jakobsdóttur, varaformanni VG, í Silfri Egils í gær. Að sjálfsögðu er í lagi að Orkuveita Reykjavíkur fari í útrás að því gefnu að það gerist á samfélagslegum forsendum en ekki forsendum peningamanna sem stjórnast af þeirri hugsun einni að maka krókinn.

STUÐNINGUR ÚR KÓPAVOGI

Sæll vert þú Ögmundur Við sem vorum stuðningsmenn þínir í síðustu alþingiskosningum, lýsum yfir fullum stuðningi við andóf þitt og annarra þingmanna Vinstri grænna við tilraunir Sigurðar Kára og nokkurra annarra unglinga, til að koma víni og bjór inn í matvöruverslanir.

VISTVÆNN TVÍSKINNINGUR

Sigríður frá Brattholti má aldrei gleymast!  Ég vil taka undir með þér að allt þetta tal um sjálfbærar virkjanir er afskaplega vanhugsað.

ÁFENGISMÁLIÐ!

Kæri Ögmundur.... Árátta Sigurðar Kára Kristjánssonar alþingismanns Sjálfstæðisflokksins og skoðanasystkina hans og siðferðisfélaga í eigin flokki og Samfylkingunni, um að áfengi eigi að vera sem mest á boðstólnum frammifyrir almenningi í landinu, minnir mig á annan sjálfstæðismann fyrir nokkrum árum, sem sagði á þá leið að við ættum að koma okkur upp drykkjukrám, ´pubs´ eins og tíðkuðust  í útlöndum.

HVER ER ENGINN?

Sjónvarpsstöðvarnar sögðu okkur frá því í fréttum að Geir H. Haarde hefði óvænt haldið ræðu á fundi hjá sjálfstæðissamtökunum Verði.

BRETTABJÓR OG PAPPAVÍN

Nokkur umræða hefur farið fram að undanförnu um það hvort að leyfa eigi sölu á léttvíni og bjór í matvöruverslunum.

HVAÐ SKYLDU BÍLASALAR SEGJA UM BRENNIVÍNSFRUMVARPIÐ?

Sigurður Kári Kristjánsson, sem harðast berst fyrir því að áfengi verði selt í matvöruverslunum er nokkuð djarfur í yfirlýsingum.

FELLIÐ FRUMVARPIÐ

Sæll Ögmundur.Enn á ný fara nokkrir þingmenn á stað með frumvarp til laga til þess að heimila verslunum að selja léttvín og bjór.  Einu rökin hjá þeim eru að viðskiptavinir geti keypt sér rauðvínsflösku með steikinni.  Ef mig langar í rauðvín með steikinni munar mig ekkert um að fara í ÁTVR og kaupa flösku.  Í dag eru í gildi lög sem banna að unglingum yngri en 18 ára megi selja tóbak og sama gildir um þá sem afgreiða tóbak.  Nú er staðan þannig að mikið af afgreiðslufólki er undir þessum aldri og enginn gerir athugasemdir við að þessir ungu starfskraftar selji tóbak.  Og eins verður það með áfengi,  þessi börn verða farin að selja áfengi eftir stuttan tíma.  Ég tel að með því að leyfa sölu á léttvíni og bjór í verslunum séum við að senda unglingum röng skilaboð um að það sé allt í lagi að drekka léttvín og bjór.  Ég veit líka um foreldra sem finnst allt í lagi að gefa eða kaupa bjór eða léttvín handa börnum sínum,s em mér finnst skjóta skökku við á sama tíma og rekinn er áróður fyrir heilbrigðu líferni.  Ég sem faðir þriggja barna og afi tveggja barna skora á þig og aðra þingmenn að fella þetta frumvarp.  Áfengi er oft fyrsta skrefið að öðru og stærra vandamáli.