Fara í efni

Á LEIÐ TIL TUNGLSINS?

Frábær þótti mér myndskreytingin við grein þína um einkavæðingartal formanns Læknafélagsins. Það er engu líkara en formaðurinn telji lækna gjörsamlega óháða umhverfi sínu – að störfum á tunglinu. Ríkið hefur aldrei læknað neinn, sagði Birna Jónsdóttir, formaður lækna! Það er nefnilega það. Bara rosalega klárir læknar. En þegar kemur að því að greiða á reikninginn? Þá er hægt að notast við ríkið. Eða hvað? Skyldi gervöll læknastéttin ætla til tungslins með formanni sínum? Í stéttinni er margt félagslega ábyrgt fólk. Mín tilfinning er sú að læknastéttin sé að uppistöðu til ábyrg gagnvart samfélagi sínu og hafi á því skilning og þarafleiðandi einnig á sinni stöðu. Ef þessi tilfinning mín er rétt hlýtur að heyrast hljóð úr horni – frá læknum sem vilja vera í samfélagi með okkur hinum.
Sunna Sara