Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Maí 2015

AUÐHYGGJU-TILLAGA

Ég sá einhvers staðar að Styrmir Gunnarsson hefur bæst í hóp þeirra sem vilja lögbundin lágmarkslaun. Heldur hann og þau sem tala þessu mali, að meirihluti Alþingis sé tilbúinn að lögleiða 300 þúsund króna lágmarkslaun á mánuði einsog Starfsgreinasambandið berst nú fyrir? Nei, þessar ákvarðanir eiga að vera í höndum fólksins sjálfs og háð baráttu þess en ekki ekki reglustrikumál stjórnsýslu og stjórnmála.

ÁHUGAVERÐ GREIN

Sæll Ögmundur. Jón H. Guðmundsson skrifar grein um sjúklinga og heilbrigðiskerfið í Mbl í dag.Ég held að sú grein geti orðið áhugaverð fyrir marga.

VILL HEILBRIGÐISSTÉTTIR UNDIR KJARADÓM

Sæll á ný Ögmundur. Systursonur móður minnar er um þessar mundir fastur á sjúkrahúsinu á Norðfirði og er búinn að fá áfall skilst mér, en hann er með meðfæddan hjartagalla.

HVATT TIL UMRÆÐU UM VERKFALL HEILBRIGÐISSTÉTTA

Sæll Ögmundur. Hefur eitthvað verið skrifað um verkfall heilbrigðisstéttanna á þinni heimasíðu? . Með bestu kveðju,. Stefán Einarsson. . Sæll Stefán.. Margoft hefur verið skrifað um kjaramál heilbrigðisstarfsfólks á þessari heimasíðu, bæði af minni hálfu og annarra.

BARN SÍNS TÍMA?

Sæll Ögmundur.. Ég vildi vita hvort þessar verkfallsaðgerðir séu ábyrgar í þínum huga? Fari svo að verkfallshrina hefjist, er réttlætanlegt að taka mikilvægar stofnanir eins og heilbrigðisstofnanir og ferðaþjónustu í gíslingu með þessum hætti? Er ekki þörf á einhverri samfélagslegri ábyrgð þar sem menn hugsa aðeins lengra en eigið skinn? Ég hugsa að samfélagslegt tap hljóti að hlaupa á milljörðum sem kemur til af verkföllum.

TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN

Verkalýðsdagurinn verðskuldar heiður. vegsemdarstígurinn er fáum greiður. heimsbyggðin fagnar. en lítið það gagnar. á heimsvaldasinna og auðvaldsins bleyður.