Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Janúar 2012

Í MUN AÐ BANNA?

Sæll Ögmundur! Síðan hvenær hafa hljóðdeyfar verið leyfðir á Íslandi?? En þér virðist vera í mun að banna þá ásamt öðru.... Stefán K. . Sannast sagna er ég ekki maður boða og banna! Því fer reyndar fjarri.

ÁSKORUN

Sæll Ögmundur.. Þar sem þú ert að ég held, hvorki skotveiðimaður né íþróttamaður í þessari grein mætti túlka okkur sem stunda þessi áhugamál sem glæpamenn.

MIKIL MISTÖK!

Mér þætti gaman að vita Ögmundur hversu vel þú ert búinn að kynna þér þær greinar í skotfimi sem haldnar eru reglulega hér á landi.

VATN OG HEIMILSIFESTI

Sæll og blessaður Ögmundur og Gleðilegt Ár. Þegar litið er til ársins 2011 og það sem framundan er verður ekki sagt að það sé ár fólksins í landinu.

BOTNINN?

Er botninum loksins náð á Akureyri.... eða eru menn bara að afneita fortíðinni? http://www.akureyri.is/is/ibuagatt/frettir/viewItem/thorvaldur-ludvik-radinn-framkvaemdastjori-afe. Þórður B.

Á KOSTNAÐ RÍKISINS

Sæll Ögmundur, nú get ég ekki orða bundist.. Sú spurning verður æ áleitnari hvað er að gerast hjá þeim sem starfa í eftirlitsiðnaðinum á Íslandi.

FORSETAFRAMBOÐ

Sæll Ögmundur. Ég er nú eftir langa mæðu orðinn ágætlega sáttur við Ólaf Ragnar sem forseta, raunar svo sáttur að ég er farinn að skrifa og tala fyrir því að hann bjóði sig fram aftur.

SPURNING AF PLANI

Sæll Ögmundur. Kjararáð hefur nú hækkað laun yfirmanna í það sem áður var. Starfsmenn stjórnarráðsins hafa fengið það sem þau áður höfðu.

MATARHÖLL Í HEGNINGARHÚSI?

Heill og sæll Ögmundur og gleðilegt ár! Sá umfjöllun á Stöð II þar sem rætt var um framtíðarhlutverk Hegningarhússins.

HVERS VEGNA?

Sæll Ögmundur. Það sem mér liggur á hjarta er:. 1)  2004 varst þú með tillögu um aðskilnað fjárfestingabankastarfsemi og hefðbundinnar innlánsbankastarfsemi.  Því miður fékk hún ekki brautargengi.  Í þessu liggur grunnur vandans.  Braskið með ávísununina á verðmætin, peningana, er uppspretta alls fjármálaóstöðugleika.  Oft hef ég í umræðu vitnað í þessa tillögu þína og hversu skynsamleg hún var.  Með afnámi Glass-Seagall frá 1936, var fyrsta óheillasporið stigið.  . 2)  Það sem hryggir mig Ögmundur er að núna höfðuð þið og hafið tækifæri til lagfæringa, en það er ekki nýtt.  Enn eru hrunverjar að störfum í bönkunum.  Hugmyndasmiðir Icesave hafa fengið stöðuhækkun hjá Landsbankanum.  Fólk er keyrt í gjaldþrot án þess að bankastofnanir hafi nokkurn fjárhagslegan hag af því.  Gamla gapastokkshugmyndafræðin virðist ríkja.