Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Mars 2010

MUN STJÓRNIN LIFA?

Sæll Ögmundur.. Nú hafa fleiri en einn haldið því fram að "órólega deildin" í VG hafi líf ríkissjórnarinnar í hendi sér.Nú ráðist það fljótt hvort stjórnin lifi áfram eða ekki.

ERU PÓLITÍSK MARKMIÐ FRAMSÓKNAR EKKI SKÝR?

Sæll vertu Ögmundur. Þú sást Silfur Egils í gær. Þú hefur verið lengi í pólitík. Er einhver vafi í þínum huga um pólitískt agenda Sigmundar Davíðs? Meira að segja amatörinn ég sé skýrt hvað Sigmundur Davíð ætlar sjálfum sér og sínum.

ÓSKAÐ EFTIR SVARI

Sæll Ögmundur.. Nú er komin niðurstaða í þjóðaratkvæðagreiðsluna og hvað svo? Hvernig sérð þú næstu skref hvað villt þú gera? Er nú að hlusta á Silfur Egils eins og þú ert væntanlega líka að gera.

TRÚARLEGT STEF?

Fjármálaráðherra sagði í viðtali við sjónvarpið á kjördag að hann hefði tekið að sér starf sem enginn annar vildi.

ÞJÓÐ, VALD OG ÁBYRGÐ

Í dag er fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan frá lýðveldisstofnun. Það er mikilvægt að þjóðin taki hana alvarlega.

TRYGGVI ÞÓR KEMST EKKI

Enn berast fregnir af ógöngum fyrirmenna þjóðarinnar á kjördag. Nú er ljóst að Tryggvi Þór Herbertsson getur ekki kosið en hann varð fyrir því óhappi að festast í skuldabréfavafningi í gærkvöldi.

FRÉTTIR AF FORINGJUNUM

Það hefur gengið misjafnlega hjá leiðtogum þjóðarinnar að kjósa í dag. Forsetinn er enn fastur í þvögu útlendra fréttamanna við Barnaskóla Áftaness.

VIRKJUM LÝÐRÆÐIÐ

Sæll Ögmundur. Tilefni þessa bréfkorns er sú véfréttalega spurning í loftinu, sem Steingrímur viðhafði áður en hann hófst fúl-lyndur á loft upp, hinn 5.

MARKLEYSA OG SKRÍPALEIKUR

Þessi skrípaleikur sem er í boði Ögmundar, Einars og Lilju Mósesdóttur, auk útrásarforsetans, kostar þjóðina 160 milljónir sem er kannski ekki mikið miðað við það hvað svik þessarra þingmanna hefur kostað íslenska skattgreiðendur, en allt telur.

VIÐFANGSEFNIÐ

Það er mjög mikilvægt fyrir fólk, til að taka upplýsta ákvörðun á laugardag 6. mars, að horfa á þetta myndband frá Google Video (einnig á You Tube).