Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Mars 2010

FULLKOMIÐ ÁBYRGÐARLEYSI

Blessaður Ögmundur.. Þúsundir urðu fyrir óþægindum þegar Icelandair flugfélagið neitaði að koma til móts við kröfur flugvirkja.

BARA EKKI NÚNA...

Ég verð að segja eins og er að fólki er frjálst að hafa skoðanir, en þær verða þá að vera sanngjarnar og fólk fái að tjá sig á báða bóga um viðkomandi mál og málefni.

VARAÐ VIÐ ANDSTÖÐUGLEÐI

Vita þykist ég um lágstemmdan almennan áhuga ykkar þingmanna um virkjana- og álversframkvæmdir hér á landi. Helst þykir mér það hafa sýnt sig í því alræðisvaldi sem yfirstýra umhverfismála í ríkisstjórninni hefur tekið sér.

SJÁLFSTÆÐISMENN

Sæll Ögmundur.. Hverjir settu sig jafnan upp á móti hertu skattaeftirliti? Sjálfstæðismenn.. Hverjir bjuggu til regluverkið í viðskiptalífinu? Sjálfstæðismenn.. Hverjir stjórnuðu sölu bankanna? Sjálfstæðismenn.. Hver flutti magnaða ræðu um skattamál hjá lögfræðingum og endurskoðendum 2004? Davíð Oddsson.. Hverjir ráða Samtökum atvinnulífsins? Sjálfstæðismenn.. Hverjir ráða Viðskiptaráði? Sjálfstæðismenn.. Hverjir ráða heildsalasamtökunum? Sjálfstæðismenn.. Hver var með forsætis - og utanríkisráðherra í Prag haustið 2002? Ólafur Stephensen.. Hverjir stjórna Fréttablaðinu? Sjálfstæðismenn.. Hverjir stjórnar Morgunblaðinu? Sjálfstæðismenn.. Hverjir stjórna LÍÚ? Sjálfstæðismenn.. Hverjir vilja einkavæða sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar? Sjálfstæðismenn.. Hverjir eyðilögðu ríkisútvarpið? Sjálfstæðismenn.. Hverjir bera ábyrgðina á sukkinu í Miðnesheiðinni? Sjálfstæðismenn.. Hverjir fengu flest kúlulánin? Sjálfstæðismenn.. Hverjir fá mestu niðurfellingu skulda? Sjálfstæðismenn.. Hverjir vilja að ríkisstjórnin fari frá völdum strax? Sjálfstæðismenn.. Hverjir telja sig verða að vera við völd? Sjálfstæðismenn.. Af hverju vill Sjálfstæðisflokkurinn ná völdum á ný? Sjá svörin hér að ofan.. Og hvað svo?. Bestu kveðjur,. Hafsteinn. . Þakka bréfið Hafsteinn.

SKEMMDAR-VARGAR

Ég vil benda þingmanninum á að hann er stuðningsmaður ríkisstjórnar allra landsmanna,samt gerir hann allt sem hann getur til að fella stjórnina ásamt nokkrum félögum sínum.Við viljum samhenta stjórn, við viljum að stjórnarflokkar standi saman að þeim málum sem þarf að gera og séu ekki sífellt að mótmæla öllu og öllum nema stjórnarandstöðunni.

EKKI MITT VG!

Getur verið að þið í VG séuð svolítið hlægileg? Þið gefið út bækling um „kynjaða fjárlagastjórn". Það er nefnilega það.

MÓTI EINOKUN - MEÐ FRELSINU!

Það er heilmikið verk að frelsa heiminn og engri einni ríkisstjórn ætlandi svona ofan á margþætt annríki á stóru heimili.

UM ICESAVE OG JÓN BJARNASON

Vona að það sé ekki í andstöðu við lífsskoðanir þínar að ætla hugsanlega að ganga til liðs við ríkisstjórnina sem knúði í gegn umsóknaraðild að ESB.

BANKAR ERU SAMFÉLAGS-STOFNANIR OG EKKERT ANNAÐ!

Ég, persónulega, er alveg orðlaus yfir, að þegar að minnsta ríkið í samfélagi þjóða, varð gjaldþrota, með þvílíkum afleiðingum, að skrifaðar verða í sögu mannkyns, þá situr við völd vinstri stjórn, sem gerði ekki betur en að einkavæða alla banka aftur.

TÍMI TIL AÐ TENGJA ORÐ OG ÁBYRGÐ

Athyglisverð umræða um útreikninga "hagfræðingsins" Gunnlaugs K Jónssonar. Menn virðast ekki þurfa að vera ábyrgir orða sinna lengur.