Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Ágúst 2009

ORKUMÁLIN OG ÁBYRGÐIN

S.O.S Ætla Vinstri grænir að láta það gerast á sinni vakt að orkufyrirtæki verði einkavædd?. Kristín Þórarinsdóttir. . Þakka bréfið.

VARÐANDI HÚSNÆÐISMÁL: HVAR ERU RÖKIN?

Ég er einn af þessum aðilum sem hafa misst ofan af sér húsið eftir hrun bankakerfisins þó svo að það hafi gerst af öðrum orsökum.

FREKAR VIL ÉG VERA FRJÁLS ÖREIGI EN SKULDUM VAFINN ÞRÆLL!

Sæll Ögmundur. Niðurstaða Icesave ráðgátunar var á endanum sú að stjórnmálaforingjar Íslands ætla að láta þjóð sína, hina tryggu kjósendur sína borga brúsann fyrir endemis brjálaða frjálshyggju síðustu ára í boði 80% Alþingis og stjórnkerfis ríkissins.

GERENDUR OG GREIÐENDUR

Heimdellingar á fertugs og fimmtugsaldri, einn af pólitískum örmum Sjálfstæðisflokksins, stuðningsmenn óhefts viðskiptafrelsis og útrásarinnar, andstæðingar hvers kyns opinbers eftirlits, til dæmis með bönkum, auglýsa þessa dagana í Morgunblaðinu.

INDRIÐI TOPPAR PER

Undarlegt þótti mér að lesa um það í Morgunblaðinu í morgun að Indriði H. Þorláksson, aðstoðarmaður fjármálaráðherra, hefði skrifað bresku samninganefndinni til að spyrja hvort sú gagnrýni Ragnars Hall og annarra íslenskra lögmanna að Icesave samningurinn væri Bretum í hag og á kostnað Íslendinga hvað varðar skipti þrotabús, ætti nokkuð við rök að styðjast! Með öðrum orðum íslenskur samninganefndarmaður leyfir sér að spyrja gagnaðila okkar leiðandi spurninga til að veikja málstað Íslands á sama tíma og Alþingi ræðir fyrirvara til að vernda íslenska hagsmuni.

GAT EKKI VERIÐ BETRI

Sæll Ögmundur. Svona rétt til gamans, eftir að horft var á kastljósþátt í gærkv.. Ósköp var nafni góður í gær, gat ekki verið betri.

BJÖRGUM OKKUR SJÁLF

Heyr, heyr! Þrjú mestu áföllin eru fyrir utan siðleysið: 1. Að seðlabankinn tók ekki veð í útlánum bankanna eins og aðrir seðlabankar gerðu.

SKYGGNUMST UTANTJALDS

Sæll Ögmundur. Í ljósi þess að helstu nágrannaþjóðir okkar hafa ákveðið að fara þá leið að kúga og misþyrma okkur hérna fólkinu upp á litla klakanum hefur þá ekki runnið sú hugsun upp hjá þér að tala fyrir því að leita á náðir annarra utantjalds ríkja á borð við Kína og Venesúela til að fá lán án milligöngu alþjóðalögreglu kapítalismans? Hefur þú áhuga á að tala fyrir þessu? . Ágúst Valves Jóhannesson. . Þakka bréf ið.

BLEKKINGAR GYLFA

Gylfi Magnússon skrifar enn eina greinina í Morgunblaðið um helgina um að Íslendingum muni vel takast að borga Icesave skuldirnar.

VANDI FYLGIR VEGSEMD HVERRI

Nánasti samstarfsmaður forsætisráðherra gagnrýndi um helgina stórgóða grein Evu Joly um bága stöðu þjóðarinnar gagnvart kröfum, sem ríkisstjórnir nokkurra landa hafa gert á íslensk stjórnvöld, mestan part vegna þess að óvitarnir íslensk stjóprnvöld komu ekki í veg fyrir að nokkrir Heimdellingar byggju til peningalega svikamyllu.