Hr Ögmundur jónasson, Ráðherra fyrir Ísland. Það er athyglivert að í öllu Icesave fárinu hefur enginn vakið athygli á gömlu skuldamáli Evrópuþjóða við Bandaríkin, en þá á ég við stríðsskuldir stóru Evrópuríkjanna við Bandaríkin eftir síðari heimsstyrjöldina sem þau neituðu að greiða.
Sæll Ögmundur. Ég skora á þig og þingmenn VG að samþykkja Icesave samninginn. Það er búið að sýna fram á að þjóðin hefur efni á honum og ábyrgðin er klárlega okkar, lagalega og siðferðilega.
Allar vinstri stjórnir hafa sprengt sig upp sjálfar. Of margir einstaklingshyggjuenn eru innan hreyfingarinnar til þess að hún geti unnið saman sem heild.