Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Maí 2008

NÓG KOMIÐ AF BULLI UM HEILBRIGÐISMÁL!

Sæll Ögmundur. Sem starfsmaður á Landspítala langar mig að taka undir það sem aðrir starfsmenn spítalans hafa hér skrifað.

VANHÆFUR?

Er Benedikt Jóhannesson Engeyingur og stóreigandi í Sjóvá og öðrum tilvonandi hagsmunafélögum einkavæðingar heilbrigðisgeirans ekki bullandi vanhæfur sem yfirmaður Sjúkratryggingarstofnunar? Er ekki rétt að hann leggi fram yfirlit um eignasafn sitt og fjölskyldu sinnar í tryggingageiranum?. H.K.

UM FÓLKSFÆLNI OG FLISS

Kæri Ögmundur, . . . Var að lesa pistilinn um hinn glaðbeitta flissandi ÞÁTTASTJÓRNANDA í pólitík á Íslandi. Er skrítið að fólk missi áhugann á pólitískri umræðu, finnist hún þreytandi og innihaldslaus? Ég er sammála því að heilbrigðisráðherrann með sinn ótrúlega hroka talar fyrir sig sjálfur.

TEKIÐ UNDIR MEÐ 1. MAÍ RÆÐU

Góði Ögmundur..... Ég var að lesa 1. maí ræðu þína sem þú fluttir  í Vestmannaeyjum!. Þessi ræða þín var stórkostleg tímamótaræða. Ögmundur, ég hreifst mjög við lesturinn í orðsins fyllstu merkingu !. Þú ferð nákvæmlega og faglega af þekkingu en jafnframt af drengilegu innrætti út í baráttuna sem þjóðin verður að heyja ef hún ætlar ekki að svíkja arfleifð forfeðra okkar svo og niðja sína um alla framtíð!. Nú er bara að minna stöðugt á staðreyndirnar í þinni merkilegu ræðu, en láta ekki við það sitja.  Það verður að framkvæma "verklega" þar sem nauðsyn krefur!  Þú notar orð Helga Guðmundssonar réttilega til að minna okkur á BARÁTTU forvera okkar, að réttlætisbarátta  og félagshyggja íslenska þjóðfélagsins gegn samviskulausu óþjóðlegu auðvaldinu og einkagræðgi, kallar á hugrekki og baráttu!  . Helgi bendir á eins og þú sjálfur hefur margoft gert, ásamt öðru góðu þjóðlegu fólki, að það verður ekki spornað gegn auðvaldinu á Íslandi frekar en annarsstaðar í heiminum án baráttu.

TURNAR

Háir gnæfa turnar tveir. Töfrabjörg og Vinnugeir. Þjóðin niðrá jörðu þreyr. þorrann, hvíslar: Ekki meir.. Hreinn Kárason