Ég saknaði þess að þú svaraðir ekki spurningu Ólínu hér á síðunni í gær. Hún spurði hvort þú myndir styðja samtök sem berðust gegn nefskatti Þorgerðar Katrínar, menntamálaráðherra, til að fjármagna hlutafélagið RÚV.
Sæll Ögmundur. Ég fór að hugsa um það eftir kastljósið ríkissjónvarpsins í gærkvöld hvort manni þætti það skrítið ef þrír vinstri grænir sætu á kjörtíma í sjónvarpi og ræddu stjórnmálaástandið.
Sæll Ögmundur. Enn um eftirlaunalögin. Mér finnst svar þitt til Eddu langt frá því að duga. Spurningin snýst ekki um persónulega afstöðu þína heldur um það hvort VG ætlar að láta þessa spillingu gott heita eða beita sér gegn henni.
Ef hægt er að laga til hegðun fólks eftir þínu höfði, þá er það ekki nauðsynlega jákvætt. Það að forstjóri Kók á Íslandi skuli berjast á móti skattlagninu á kók segir okkur ekkert um verðnæmi kóks, heldur aðeins hitt að hann er að reyna að minnka skatta á fyrirtæki sitt.