Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Maí 2004

Rumsfeld hlær að pyntingum

Sæll Ögmundur.Ég á engin orð lengur yfir framkomu bandarískra stjórnvalda í tengslum við pyntingar og morð hernámsliðsins í fangelsum í Írak.

Um vinnubrögð og traust til Fréttablaðsins

Sæll Ögmundur.Gilda virkilega engar reglur um það á blöðunum hvernig farið er með innsendar greinar? Ég ætlaði varla að trúa því að Fréttablaðið skuli hafa, án samþykkis þíns breytt grein, sem þú sendir inn til birtingar í blaðinu.

Um Lítilmagnann Baug og fjarveru ráðherra

Ég hef fylgst með umræðunni á Alþingi um fjölmiðlafrumvarpið. Ég er ekki viss um að ég sé alveg sammála ykkur í VG.

Maðurinn fundinn.

Maðurinn sem lögreglan á Álftanesi lýsti eftir í morgun er kominn í leitirnar. Í ljós kom að hann hafði aldrei yfirgefið heimili sitt heldur var það náinn félagi hans sem reið frá Besssastöðum um miðnæturbil í gærkvöldi.

Lýst er eftir karlmanni.

Lögreglan á Álftanesi lýsir eftir 61 árs gömlum karlmanni, Ólafi Ragnar Grímssyni. Ólafur fór ríðandi frá heimili sínu um miðnæturbil á rauðblesóttum hesti áleiðis til Keflavíkurflugvallar þaðan sem hann ætlaði að fljúga til Kaupmannahafnar á áttunda tímanum í morgun.

Útvarp Reykjavík, klukkan er 7, nú verða sagðar fréttir:

Fréttirnar les Hannes Hólmsteinn Gissurarson.Í fréttum er þetta helst: Rífandi gangur er á afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins.

Í tilefni forsetaframboðs Baldurs í Vara

Sæll.Núna telur Baldur brýnttil Bessastaða að faraog Óla þykir eflaust fíntað eiga hann til vara.Kristján Hreinsson, skáld

Um eftirlitsþjóðfélagið á 1. maí

Sæll Ögmundur. Mig langar til að þakka þér hugleiðingar þínar í 1. maí ræðunni sem þú fluttir á Höfn í Hornafirði.

Bush ósáttur við pyntingar – Halldór líka

Hrikalegar eru myndirnar og frásagnirnar sem birtast af pyntingum hernámsliðsins á föngum í Írak. Þetta eru mennirnir sem Bush segir hafa verið senda til að frelsa Íraka.

Framsókn og tyggigúmmí

Eftir notkun Framsókn ferflesta menn að stressaþví undir skó hún skellir sérsem skítug tyggjóklessa.Kristján Hreinsson, skáld Hér vísar KH í þessa grein