Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Desember 2002

Hver verður endanlegur kostnaður?

Ég hef miklar áhyggjur af virkjunaráformum og ekki minnkuðu þær við tilboð sem samþykkt var frá Impregilo. Eg hef ekki fengið þetta staðfest en þegar Kaupmannahafnarkommúna auglýsti eftir tilboðum í fyrirhugað neðanjarðarlestarkerfi var lægsta tilboð 2.7 milljarðar danskra króna sem kom frá frá einhverri samsuðu stórra verktaka, þar á meðal Impregilo.

Á að útrýma fátækt með frjálsum framlögum eða samfélagslegum lausnum?

Sæll Ögmundur.Á undanförnum 10-15 árum hefur æ meir borið á umræðum um fátækt í aðdraganda jólanna þótt auðvitað sé skorturinn ekki bundinn við einn mánuð á ári.

Af hverju beitir Framsóknarflokkurinn bolabrögðum?

Framsóknarmenn beita ómerkilegum aðferðum þessa dagana enda í vondum málum. Þeir tuddast gegn lýðræðilegri umræðu um stóriðjuáformin, ráðast á vísindamenn og reyna að gera lítið úr öllum sem andæfa þeim.

Er verið að öryrkjavæða Ísland?

Ágæti Ögmundur.Dálítið sérkennileg umræða hefur farið fram um málefni öryrkja í fjölmiðlum að undanförnu.

Nýir kjölfestufjárfestar í Atlantsskipum

Undir myndinni af Atlantsskipum er alrangur myndatexti og ávallt skal hafa það sem sannara reynist: Nýir kjölfestufjárfestar í Atlantsskipum: Ögmundur Gróðdalín til vinstri, Össur Bisness til hægri.

Stolið frá höfundi Sovétríkjanna

Blessaður og sæll Ögmundur.Fyrirhuguðum framkvæmdum við Kárahnjúkavirkjun og álver við Reyðarfjörð hefur verið líkt við atvinnuuppbyggingu í Sovétríkjunum á tímum Stalíns.

Virkjunin mikla og velferðarkerfið

Blessaður Ögmundur.Það var þakkarvert að vekja athygli á ósmekklegum málflutningi utanríkisráðherra í umræðum um Kárahnjúkavirkjun á Alþingi í gær.

Af hverju þessi þögn um kjölfestu allra landsmanna?

Sæll ÖgmundurÍ ágætri grein í Fréttablaðinu 7. desember skýrir þú hvernig ríkisstjórninni tekst að sýna fram á stórkostlegan rekstrarafgang ríkissjóðs með bókhaldsbrellum á grundvelli yfirstandandi rýmingarsölu á eignum þjóðarinnar.

Hræddir og hrokafullir ráðamenn

Sæll Ögmundur.Stjórnarformaður Landsvirkjunar, Jóhannes Geir Sigurgeirsson, skýtur nú föstum skotum á alla þá sem eru á móti Kárahnjúkavirkjun og raðar inn sjálfsmörkum í beinni útsendingu.

Eiga komandi kosningar að snúast um geðslag forsætisráðherra?

Sæll Ögmundur.Á köflum finnst mér þjóðmálaumræðan bæði ófrjó og þreytandi. Áberandi er að Samfylkingin virðist vera með forsætisráðherra á heilanum.