Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

September 2011

NÆST BOÐIÐ Í HERÐUBREIÐ?

Heill og sæll Ögmundur. Verður næst boðið í fjallið okkar Herðubreið? Nú er þörf staðfestu þinnar, sem og áður.

ER GRÍMSSTAÐA-FRÉTT RÉTT?

Ég sá því haldið fram á á Moggavefnum og víðar að þú vildir að umsókn kínverska auðkýfingsins um leyfi til að kaupa Grímsstaði á fjöllum færi í þjóðaratkvæðagreiðlu.

UM BLINDAN HJALLAHÁLS

Blessaður Ögmundur.. Í tilefni af fréttatilkynningu frá þér nýlega um veginn vestur sendi ég þér hlekk á grein sem ég birti á vef BB.

ENGA UNDANÞÁGU v/ GRÍMSSTAÐA!

Það var léttir að hlusta á viðtal við þig í Kastljósi þar sem þú lýstir afstöðu þinni til sölunnar á Grímsstöðum og hvernig þú hugðist taka á því máli.

"ÞAÐ VAR ÞÁ SEM LITLA ÞÚFA HUGSAÐI MEÐ SÉR..."

Heill og sæll Ögmundur.  . Ég deili með þér áhyggjum af fyrirætlunum kínverska athafnaskáldsins og auðkýfingsins, sem ríður nú um héruð og hefur troðið sér í gamla íslenska lopapeysu frá námsárum sínum og blæs af miklum móð í Pan-flautur og vill fá eignarrétt sinn á Grímsstöðum á Fjöllum viðurkenndan og staðfestan að lögum.  Ekki veit Litla þúfa eins og ég hver framvindan verður; hvort hann muni næst fá sér skúffu hjá sænskum lögfræðingi til að fela þar einhvers konar útfærslu af Magma/Alterra óáran, eða ekki.  . En af viðhlæjendum athafnaskáldsins sýnist mér reyndar, að hann treysti fremur á innvígða lögfræðinga (og jafnvel þingmenn og ráðherra) í og úr Pandóru-boxi Samfylkingarinnar.  Þannig birtist nýlega frétt, í beinni frá Kína, þar sem lögfræðingarnir Sigurvin Ólafsson og Lúðvík Bergvinsson, fyrrv.

HAFNA BER LANDSÖLU!

Ég vona að íslenskum yfirvöldum beri gæfa til að hafna kaupum Huang Nubos á Grímstöðum á Fjöllum. Fyrir því liggja margvísleg rök, t.d.

SKYLDI MANNINUM EKKI LEIÐAST...

Passusálmur nr. 53. Á Grímsstöðum á Fjöllum. gengur maður í lopapeysu. og lítur til fjalla. Og fjárfestar koma. á einkaþotum. til að horfa á hann.

HÁLFKARAÐ STEINSTEYPUBÁKN Á HÁLENDINU?

Sæll Ögmundur.. Sá sem þetta skrifar er ekki einn af þeim sem í grundvallaratriðum eru á móti því að útlendingar fjárfesti á Íslandi heldur tel ég að það eigi að skoða hvert dæmi fyrir sig og meta það.

ER FALIN MYNDAVÉL???

Varðandi Grímsstaði á Fjöllum: Hér virðist annars vegar um að ræða 1400 000 000 manna einræðisríki sem ásælist 300km2 landsvæði hjá fámennri lýðræðisþjóð.

STENDUR VÖRÐ UM HAG ÞJÓÐARINNAR

Þakka þér Ögmundur enn og aftur fyrir að standa vörð um hag þjóðarinnar þegar aðrir stjórmálamenn láta glepjast af erlendu gulli, óháð því hvernig það er fengið.