Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Mars 2011

"KVERÓLANTAR KVEÐJA"

Það er einfaldlega þannig að meðal vinstri manna eru margir kverólantar. Þetta fólk virðist ekki hika við að fórna hagsmunum almennings eða umbjóðendum sinna ef það þjónar persónulegum skoðunum þess.

HVER SKYLDI VERA KJÓSENDA-TAKTURINN?

Ertu enn á þeirri skoðun að sú fullyrðingin standist ekki að Lilja Mósesdóttir sé " í litlum takti við aðra í flokknum" nú þegar hún er gengin úr þingflokknum? Hafði ekki bara Fréttablaðið rétt fyrir sér í sinni fréttaskýringu, en þú ekki? Er ykkur vinstri mönnum alveg fyrirmunað að starfa með öðrum og gera málamiðlanir? Þannig vinnubrögð héldu Sjálfstæðisflokknum í ríkisstjórn kjörtímabil eftir kjörtímabil.

ÆVINLEGA ÞAKKLÁT(?)

Bretar beittu ekki Íslendinga hryðjuverkalögum heldur Kauþingi. Einkabanka, sem rekinn var á glæpsamlegan hátt ef merka má fjölmiðla.

EFLUM ALMENNINGS-SAMGÖNGUR

Ég vildi gjarnan forvitnast um hvort innanríkisráðuneytið hafi uppi einhver bein áform um að efla almenningssamgöngur.

LEPPAR AUÐVALDSINS

Sæll hæstvirtur ráðherra mannréttindamála. Nú skrifar þú pistil um orðræðu Darling á RÚV ohf. og í sjálfu sér ágætlega orðaðan pistil .

ICESAVE OG GENGIÐ

Sæll ögmundur.. Einstefnu áróður RUV í fréttaflutningi í gærkveldi fyrst í Kastljósi með tölvupósta sem fengnir hafa verið á bak við tjöldin og síðan viðtalið við Alistair Darling fyrrum fjármálaráðherra Breta eiginlega eyðilagði kvöldið fyrir mér en ef fullrar sanngirni hefði verið mætt hefði fréttastofan átt að upplýsa þjóðina um að vegna gengissigs hefði Icesafe skuldin hækkað um 7% og gæti allt eins farið í mínus 15% þegar líður á árið og hvernig hljóða varnaðarorð vegna gengisáhættu nú?. Þór Gunnlaugsson

VIÐ FYLGJUMST MEÐ YKKUR!

Blessaður. Nú fylgjast margir með ykkur stjórnarliðum, hvort aðeins sé um innantóm orð að ræða þegar að þið gagnrýnið ofurlaun bankastjóra.

EIGI BARA VIÐ GLÆPAKLÍKUR...

Mér finnst þú vera brjóta gegn öllu sem þú stendur fyrir með að auka heimilidir hjá þessu spillta lögregluvaldi.

HVAÐA SKORÐUR VERÐA REISTAR?

Sæll Ögmundur. Ljóst er að lögregla í flestum ríkjum, þar sem hún hefur heimildir til að fylgjast með borgurunum án þess að fyrir liggi rökstuddur grunur um glæpi, hefur misnotað þessar heimildir.

GAMLA GÓÐA LEIÐIN

Bara stutt og laggott, 90% tekjuskatt á laun yfir 1 mill. Gamla sænska aðferðin...... Takk fyrir mig. Þórður B.