Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Desember 2011

FRÁLEITT AÐ STÖÐVA LANDSDÓM!

Landsdómur er ekki hefðbundinn glæpamannadómstóll eins margir virðast álíta. Landsdómi má rétt eins líkja við sjópróf.

SAMBÆRILEGT?

Þakka svarið við spurningu minni í gær um Landsdómsmálið. Kemur ekki til skoðunar að embætti Sérstaks saksóknara verði lagt niður með sömu rökum?.... Kristján Sig.

ER HÆFA...?

Er hæfa í því að þú styðjir tillögu Sjálfstæðisflokksins að draga til baka kæru Alþingis á hendur Geir Haarde?..... Kristján Sig.

HVATNING

Kæri Ögmundur: . Ég bið þig að vera níðsterkur ráðherra og að láta stöðva öll nauðungaruppboð strax enda eru þau ólögleg.

VEL GERT

Vel gert!! http://mbl.is/frettir/innlent/2011/11/25/beidni_huangs_synjad/ . Arnar

TILGANGURINN HELGAR EKKI MEÐALIÐ!

Sá viðtal í BBC við Christhopher Hitchens sem dó í gær. Þar sagði hann: "having an honourable motive is no excuse for betraying your principles".

DEILUR BITNA Á SAKLAUSUM

Að foreldrar nái sátt um forsjá barna er auðvitað afar mikilvægt, því við vitum flest að leiðindin bitna mest á þeim saklausu þ.e.a.s börnunum og í sumum tilfellum verður ekki aftur snúið með þann skaða sem börnin hljóta í deilum foreldra sinna.

ERLEND UMFJÖLLIN

Umfjöllun í fjölmiðlinum ntdtv.com um Grímsstaðamálið http://www.youtube.com/watch?v=xnPA62ggvww Wiki um fjölmiðilinn http://en.wikipedia.org/wiki/New_Tang_Dynasty_Television . abc

AÐ STANDA Í LAPPIRNAR

Takk fyrir Ögmundur,haltu áfram að standa í lappirnar. Við þurfum fólk eins og þig.. Magnús Þór Indriðason.

EKKI MEÐ DÓMSÚRSKURÐ

Starfsemi vörslusviptingafyrirtækja er ólögleg það liggur fyrir. Ég krefst þess að þú látir loka vörslusviptingafyrirtækjunum og leggir starfsemi þeirra niður.