Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Apríl 2009

RÆNINGJAR Í BOÐI SJÁLFSTÆÐIS-FLOKKSINS

Það var kærkomin hressing að mæta í dag, á sumardaginn fyrsta, í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn í Laugardal þar sem fram fór fjölskylduhátíð FL-okksins í Reykjavík og í Suðvesturkjördæmi.

RÉTTMÆT OG SKILJANLEG GAGNRÝNI

Ágætar spurningar hjá þér um vaxtastefnuna hér á landi. Spurning þeirra sem fylgjast í forundran með vaxtaákvörðun peninganefndar og málflutningi seðlabankastjóra er sú hvers vegna ríkisstjórnin breytti ekki um peningastefnu með sama hraða og skipt var um bankastjóra? Er núverandi ríkisstjórn etv ánægð með afrakstur verðbólgumarkmiðsins síðan 2001? Hvernig stendur á því að ekki er gerð skýlaus krafa til seðlabanakns um að svara málflutningi þeirra sem benda á að háir vextir veikja krónuna auk alls efnahagslífs hér á landi sbr.

TIL ER VALKOSTUR VIÐ VERSTA KOSTINN

OHF. er versta rekstrarform sem fundið hefur verið upp sagði Brian Mikkelsen, þáverandi menntamálaráðherra Dana, árið 2003.

STEINSMUGAN HEFUR ORÐIÐ

Þú ert undarlega umburðalyndur gagnvart skrifum framkvæmdastjóra Læknafélags Íslands um þig og þína pólitík á vef lækna nýlega þar sem hann er æði stóryrtur og rammpólitískur, greinlega að gæta hagsuma Guðlaugs Þórs og einkavinanna í Sjálfstæðisflokknum.

AUGLÝSING Í BOÐI SKÚFFU-GERÐARINNAR?

Ólína vekur athygli á nýjum gestum í strætóskýlum á höfuðborgarsvæðinu. Ber þar hæst formann FL-okksins, Bjarna Benediktsson og Illuga Gunnarsson fyrrum sjóðstjóra í Sjóði 9 hjá Glitni.

FJÖLGAR Í STRÆTÓSKÝLUNUM

Sæl Ögmundur.. Merkilegir þessir menn sem allt í einu eru farnir að raða sér upp í strætóskýlunum, og athyglisvert hverjum er ekki stillt upp.

SKILUM LÁNUM OG BORGUM EKKI

Sæll félagi og vinur.  . Ögmundur Jónasson, Michel Hudson John Perkins, hvað eiga þessir menn sameigilegt?  Jú þeir hafa allir varað íslensku þjóðina við alþjóðagjaldeyrissjóðnum.  Erum við í þessari stöðu núna vegna þess að íslenska ríkið tók svo mikið af lánum? Nei við erum í þessari stöðu vegna þess að nokkrir fjárglæframenn komust upp með að taka lán erlendis sem þeir voru aldrei borgunarmenn fyrir.  Íslenska þjóðin hefur aldrei skrifað upp á skuldaviðurkenningu vegna þessara manna.  Er ekki rétt núna að miða við allar þær aðvaranir sem við höfum fengið að finna leið til þess að skila láninu aftur.  Ég neita að borga skuldir óreiðumanna.

UM LESBLINDU, EINELTI OG SKYLDUR SKÓLANS

Skólamál Íslands eru á frumskógarstigi. Því miður eru einhverjir kennarar farnir að trúa því að skólarnir séu meira fyrir kennara en börn.

KJÓSA FYRST - SVO MÁ GEFA ÖNDUNUM!

Sæll félagi og vinur.  . Í dag er vika til kosninga, og enn hefur enginn flokkur sagt þjóðinni hversu skuldir þjóðarbúsinns eru miklar, hversu mikið okkur ber að borga af þeim, eða hvernig afla á tekna til þess að borga þær.  Það eru tvær ályktanir sem hægt er að draga af þessari þögn sem um þessi mál ríkja hjá flokkunum.  Annars vegar er ástæðan sú að þeir vita ekki hversu háar skuldinar eru og hins vegar að þeir þora ekki að upplýsa þjóðina um þær og til hvaða aðgerða þeir ætla að grípa til að ótta við að missa atkvæði.

ÞARF AÐ SAFNA LIÐI!

Ein af alvarlegustu afleiðingum sjálfsgróðahyggjunar, sem á þjóðinni hefur hvílt sem baggi í stjórnarstefnu liðinna ríkisstjórna, eru bág kjör aldraðra.