Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Desember 2007

BLÓM Í HÉRÐASDÓMI

Nú getur afleggjari Davíðs Oddssonar tekið sér sæti dómara í Héraðsdómi  Austurlands og Norðurlands eystra.

HEILRÆÐI FYRIR STELPUR

Ungar konur elska best. þær óttast vart sinn herra.. En sá sem konur svíkur mest. má sjálfur tár sín þerra. Hafðu bæði háð og spott,. hörku skalt þú sýna,. aðeins það er gilt og gott. sem gleður sálu þína.. . Ekki margra átt þú tryggð. þótt ýmsir þrái að snerta.. Víst þú skalt þeim veita styggð,. sem vilja hold þitt sverta.

MISSKIPTING ÓGNAR SAMHELDNI

Ég vildi bara þakka þér fyrir frábæra síðu Ögmundur, ég er ein þeirra fjölmörgu sem hlakka til að lesa pistlana þína á hverjum degi, enda er síðan eitt öflugasta málgagn réttsýni í okkar samfélagi.

RÁFAÐ UM SKÓGINN

Stundum er haft á orði að fólk sjái ekki skóginn fyrir trjánum  þegar það einblínir á einstaka þætti máls en áttar sig ekki á heildarsamhengi hlutanna.  Ekki veit ég  hvort það er vísvitandi gert hjá „Þingskapameirihlutanum" á þingi, sem þið kallið svo, að hamast á því að deilurnar um ný þingskapalög hafi eingöngu snúist um lengd ræðutíma.

DRÖGUM RÉTTA LÆRDÓMA

Kæri Ögmundur.... Pistill þinn með fyrirsögninni "VINIR ÍSLANDS?" er góður og málefnalega hárréttur að öllu leyti!    Það er einnig hughreystandi að Morgunblaðsmenn og aðrir fjölmiðlar sáu hið hræðilega ofbeldi gegn saklausri íslenskri konu í heimsókn til Bandaríkjanna og höfðu manndóm í sér til að bregðast við í anda sjálfstæðrar þjóðar sem lætur ekki svívirða saklausan landa sinn átölulaust!  . . Það var reyndar löngu komin tími til að Morgunblaðsmenn ásamt öðrum Íslendingum, sæju hvað býr að baki grímu bandarískra stjórnvalda.

HVERJIR FÓÐRUÐU KANANN?

Merkileg þótti mér ábending þín í Silfri Egils í gær um fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur á þingi um aðgang bandarískra lögregluyfirvalda að upplýsingum um Íslendinga frá fyrri tíð.  Ég fletti þessu upp á Alþingisvefnum og verð ég að segja að mér þykir harla undarlegt að þetta skyldi ekki fá meiri umfjöllun en raun bar vitni.  Þarna kom nefnilega tvennt í ljós.

GUÐLAUGUR OG SLÁTURFÉLAGIÐ

Oft hefur þú verið óvæginn við pólitíska andstæðinga en nú er mér nóg boðið. Að tengja heilbrigðisráðherra landsins, Guðlaug Þór Þórðarson, við Sláturfélag Suðurlands finnst mér svo ósmekklegt að engu tali tekur.

UM KIRKJU, RÍKI, SKÓLA OG VG

Sæll Ögmundur.. Nú á sér mikil umræða um aðskilnað skóla og kirkju. En aðskilnaður skóla og kirkju var einmitt málamiðlunin á landsfundi VG í hitteðfyrra þegar þjóðkirkjumálið var til umfjöllunar.

GRÓFUR BRANDARI EÐA HÓTUN?

Lastu þennan pistil eftir Gilzenegger, hann var grófur brandari, en að skilja hann sem hótun um hópnauðgun, er eitthvert mesta rugl sem ég hef séð.

ERU JAFNAÐARMENN GENGNIR ÚR SAMFYLKINGUNNI?

Skyldi fólk almennt gera sér grein fyrir því að milljarðarnir fimm sem ríkisstjórnin er að setja í tryggingakerfið til aldraðra og öryrkja eru klæðskerasaumaðir fyrir þá sem betur eru settir? Hingað til hefur verið reynt að deila fjármunum frá hinu opinbera þannig að þeir gagnist fyrst og fremst þeim sem minnst hafa.