Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Nóvember 2006

EIGA EMBÆTTISMENN AÐ SELJA HVALKET?

Sæll Ögmundur Hvað finnst þér um að embættismenn í Stjórnarráðinu eru teknir við því furðulega hlutverki að selja hvalket til Japan eins og fram hefur komið í fréttum? Mér kom þetta mjög á óvart og eðlilega er þetta bæði vont fordæmi og afarslæmt afspurnar.

SIGURÐUR VEIT SÍNU VITI

Ég hef fylgst af athygli með umræðunni sem fram hefur farið síðan þotuliðið kom til tals hér á síðunni, fyrst af hálfu Ólínu og síðan þinni hálfu.

ÞÝÐIR EKKI AÐ LÁTA EINS OG EINFÖLDUSTU HAGFRÆÐILÖGMÁL GILDI EKKI

Mér finnst stundum eins og vanti Hagfræði 101 í málflutning þinn og reyndar fleiri þingmanna. Í fyrsta lagi er skattur á hagnað fyrirtækja 18% og síðan geta þau greitt arð af því sem eftir stendur, og greiðir þá móttakandinn 10% fjármagnstekjuskatt.

STERK INNKOMA ÁLFHEIÐAR

Ég var að heyra í fréttum af utandagskrárumræðu á Alþingi þar sem frummælandi var Álfheiður Ingadóttir. Mér þykir hressilegur andi jafnan fylgja Álfheiði, varaþingmanni þínum, Ögmundur þegar hún kemur inn á Alþingi.

HVAÐ ÆTLUM VIÐ AÐ LÁTA YFIR OKKUR GANGA?

Úr hverju er þessi þjóð búin til? Á sama tíma og ríksstjórnin talar um að lækka skatta stórfyrirtækja niður í 10% er verið að bjóða öldruðum smá mola með stig lækkun á skerðingu ellilífeyris sem taka á gildi í áföngum yfir mörg ár.

MÆLIKVARÐINN VERÐI ALLTAF ÞJÓÐARHEILL !

Kæri Ögmundur! Ég er fullkomlega sammála afstöðu þinni sem kemur fram í pistlunum “HVERN ER VERIÐ AÐ HAFA AÐ FÍFLI? “ og “BANKARNIR RÍFI SIG EKKI FRÁ SAMFÉLAGINU “ á vefsíðunni þinni! Mér finnst þó að það hefði mátt benda á að enda þótt  “hlutafélagsformið”, geti verið ágætt þar sem það á við og er heiðarlega rekið, hafi mönnum engu að síður tekist að spilla því og misnota eins og önnur efnahags- og þjóðfélagsúrræði.

FORSETI Í FRAMBOÐ

Ég fylgdist með Guðfríði Lilju Grétarsdóttur, forseta Skáksambands Íslands, í Silfri Egils í dag. Í þáttinn var Guðfríði Lilju greinilega boðið vegna þeirrar ákvörðunar hennar að gefa kost á sér á lista Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í komandi prófkjöri á höfuðborgarsvæðinu.

ÞARF AÐ DRAGA NIÐUR Í ÞOTULIÐINU

Heill og sæll, Ögmundur !Tek heilshugar undir sjónarmið þín, viðvíkjandi gróðahyggju og aukna ásælni svokallaðra útrásarmanna á kostnað íslenzkrar þjóðfélagsgerðar, og sem jafnframt skreyta sig, og sín fyrirtæki með útlendum orða- og nafnaskrípum.Réttast væri, að þjóðnýta þessar 3, af 4 stoðum bankakerfisins.

TRÚÐI EKKI MÍNUM EIGIN AUGUM

Ögmundur. Ég trúði tæplega mínum eigin augum þegar ég las í Fréttablaðinu tilvitnun í skrif þín varðandi að Bankarnir megi fara úr landi.

NÚ ER ÞÖRF Á YFIRVEGUN UM MÁLEFNI ERLENDS LAUNAFÓLKS

Þá er innflytjendaumræðan komin á fullt á Íslandi. Ég vildi óska að við bærum gæfu til að höndla hana á yfirvegaðan og skynsamlegan hátt.