Ég vil þakka þér fyrir greinina sem birtist í sunnudagsmogganum varðandi auglýsingar á íþróttabúningum barna og RÚV reyndar líka.. Ég hef lengi pirrað mig á þessu og gert mér, ef mögulegt hefur verið, sérstaka ferð til að kaupa íþróttabúning á börnin þar sem ekki er auglýsing á.
Ástæða er til að þakka Sjónvarpinu fyrir frábæra fréttaskýringu á ferli Jóhönnu Sigurðardóttur í sjónvarpsþætti í vikunni Hógværð hennar er aðdáunarverð og fagmennska Sjónvarpsins að sama skapi.
Nú hefur Mannréttindadómstóllinn dæmt ríkinu í hag í Landsdómsmálinu og er það vel. Landsdómurinn í máli forsætisráðherra hrunstjórnarinnar er mikilvægur það mun sagan sanna.
Ýmsir geta nú hrósað happi yfir að fátt er um illa-smalanlega ketti í VG. En hverjir skyldu það vera sem hrósa happi yfir því? Almenningur eða Sjálfstæðisflokkurinn? . Jóel A.