Sæll Ögmundur.. Hvað finnst þér um væntanlegt útboð Sjálfstæðisflokksins á almenningssamgöngum á höfuðborgarsvæðinu? Mér finnst þessi vinnubrögð sem viðhöfð eru, vera fyrir neðan allar hellur enda virðist þessi sjálfstæði valdagræðgisflokkur bera enga virðingu fyrir þeirri sjálfsögðu þjónustu sem er þó eitt megin hlutverk sveitarfélaganna gagnvart íbúunum.
Stórkostlegt var að fylgjast með mannfjöldanum á Arnarhóli í gær fagna ríkisstjórninni. Þarna voru þau ásamt forsetanum, Þórunn umhverfisráðherra, Guðlaugur heilbrigðisráðherra, Björgvin viðskiptaráðherra, Jóhanna félagsmálaráðherra, þorgerður menntamálaráðherra og kannski fleiri.
Ég ætlaði vart að trúa eigin eyrum þegar ég hlustaði á Ingibjörgu Sólrúnu, utanríkisráðherra tjá sig um NATÓ fundinn í Búkarest frá í vor í Kastljósi Sjónvarpsins í gærkvöldi.
Nú vil ég vita frá þér Ögmundur sem oft hefur gagnrýnt forseta vorn hr. Ólaf Ragnar nokkuð fast hvað þú segir um hans dygga stuðning við landsliðið okkar.
Ég vil þakka þér fyrir Ögmundur að ljá ekki máls NEINNI málamiðlun um eftilaunaósamann. Auðvitað eiga þingmenn og ráðherrar og „æðstu" embættismenn að vera í NÁKVÆMLEGA sama lífeyriskerfi og aðrir þeir sem fá laun sín frá ríkinu.