Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Apríl 2013

TIL HAMINGJU MEÐ ÍSLYKILINN!

Það er alveg rétt hjá þér að Íslykillinn hjá Þjóðskrá  - nafnspjaldið á netinu sem þið nefnið svo  - markar mikilvægt framfaraspor í rafvæðingu opinberrar þjónustu og í rafrænu lýðræði.

EKKERT VESEN Á NETINU?

Þakka þér fyrir að minna á hverjir eru stóriðjuflokkarnir á Íslandi. Það verður nefnilega að minna á að það er verið að kjósa um alvöru stefnur sem skipta máli fyrir pyngjuna (skattastefnan)  og fyrir náttúru Íslands (stóriðjustefnan).

SKERPA TIL VINSTRI

Sæll minn kæri vinur og félagi. Í dag átti ég í fiskbúðinni tal við manneskju sem fussaði og sveiaði yfir því að fangaverðir og helstu ráðgjafar Bjarna Ben væru ekki löngu búnir að frelsa hann frá eymdinni, leyfa honum að hverfa til nýs starfsvettvangs og sleppa dýrinu lausu.

PÍRATAR Í FÓTSPOR GUNNNARS BIRGISS.

Kolbeinn blaðamaður á Fréttablaðinu segir í blaði sínu í dag að Píratar komi  inn sem „ferskur vindur inn í íslensk stjórnmál." Hann vitnar í Smára McCarthy, einn frambjóðanda þess flokks, sem segist vilja afnema bann við hnefaleikum.

AÐ KYNGJA SOÐNUM ÞORSKI

Sæll Ögmundur minn kæri. Þá er brostin á stund umsagna og einkunnagjafa. Þungvopnuð bardagaátök eru skollin á og kýrskýrt að velsamstarfandi félagar undanfarna ca 1200 daga fara nú hver í sína áttina af ótta við að sameiginleg skerpingarvinna gæti orðið fjötrar einir er upp verður staðið.

HVAÐ HEFURÐU GERT FYRIR MIG?

Sæll Ögmundur Jónasson. Nú fer að halla undir að þínum sorglega ferli á vinnumarkaðinum fari að ljúka. Þú starfaðir sem formaður BSRB frá 1988 til haustsins 2009.

ÞAKKIR FYRIR GEIRFINNSMÁL

Sæll Ögmundur.. Mig langar á síðustu dögum þessa þings að þakka þér fyrir föst og vel rökstudd svör við leiðinlegum fyrirspurnum úr þingsal beinlínis beitt til að rugga bátnum.

ALLT STJÓRNAR-SKRÁNNI AÐ KENNA?

Þjóðarviljinn er að flestra mati vandmeðfarið hugtak. Það eru helst einræðisherrar eða aðrir sem telja sig hafa örlög og hagsmuni þjóðar sinnar í hendi sér sem taka sér orðið í munn og beita frjálslega.