Fara í efni

Greinasafn - Frá lesendum

Apríl 2013

STÓRIÐJU-FLOKKANA AFTUR TIL VALDA?

Getur það verið að til standi að leiða stóriðjuflokkana, Framsóknarflokk og Sjálfstæðisflokk aftur inn í Stjórnarráð Íslands? Er ekki nóg að fá fréttir af lífvana Lagarfljóti eftir Kárahnjúkavirkjun? Ég hef oft verið hundóánægð með VG en ætla að kjósa flokkinn engu að síður - þrátt fyrir Bakka, því ég veit að VG er eina framboðið sem svo mikið sem leiðir hugann að náttúruvernd.

HUGSUM TIL FRAMTÍÐAR

Sæll Ögmundur.. Ég er mjög ánægður með þitt framlag varðandi endurskoðun á vegarlagningu á Álftanesi þar sem þú tekur undir með þeim sem vilja vernda Gálgahraun.

KAUS YKKUR SÍÐAST...

Ég vildi þakka Ögmundi og Vinstri grænum fyrir mörg vel unnin störf á efiðum tímum. Ég kaus ykkur síðast en eftir að hafa svikið okkur græna fólkið með þessu Bakka máli þá get ég ekki kosið ykkur framar.. Ingimundur Þór Þorsteinsson.

TIL SÓMA!

Þessi ábending þín varðandi menntun SDG, doktorsnám og nám almennt er til fyrirmyndar og orð í tíma töluð, ég er krati og því ekki þinn flokksfélagi né kjósandi VG, en það skiptir ekki máli því þessi málflutningur er þér til mikils sóma og þeim sem viðhafa hitt til vansæmdar, kveðja, . Pálmi P.

UPPÚR SAND-KASSANUM!

Sæll, rosalega er ég orðinn leiður að hlusta á þetta hjá ykkur altaf að kenna öðrum um og tala niður anstæðinginn.

MÁLÞING

Í dag, laugardag 20.4. kl. 14.00 verður haldin málstofa í tilefni opnunar sýningar um Eirík Magnússon bókavörð í Cambridge.

NETIÐ ER ENGIN ALLSHERJAR-LAUSN!

Eins og ég hef skilið orð Píratana í framboðsham þá er internetið lausnin, eða öllu heldur sá fólksfjöldi sem veitir stjórnvöldum aðhald með upplýsingar að vopni.

SIGURJÓN, HELGI HALLGRÍMSSON OG HRAFNKELL FREYSGOÐI UM LAGARFLÓT

Sæll vertu Ögmundur.. Umhverfismál voru á dagskrá hjá VG í Hamraborginni í Kópavogi í kvöld 18. apr.‘13. Þar bar margt á góma.

SAMMÁLA ARNDÍSI SOFFÍU

Ég er hjartanlega sammála Arndísi Soffíu Sigurðardóttur, sem skipar 1. sætið hjá VG á Suðurlandi, í bloggi hennar á Smugunni þar sem hún segir hve miklu máli hafi skipt hver gegndi ráðherraembætti í dómsmálaráðuneytinu og síðar innanríkisráðuneytinu, hvað mannréttindamálin varðar.

ÞARF AÐ PASSA ÍSLAND

Ég heyrði í fréttum að sveitarstjórnarmenn fyrir norðan væru tilbúnir með samning við Núbó. Í mínum huga hefur þetta alltaf legið ljóst fyrir.