SÆSTRENGIR OG SAMTENGING ÍSLANDS VIÐ INNRI ORKUMARKAÐ ESB
07.03.2021
Þegar líður að kosningum til Alþingis er rétt að rifja upp hvað ákveðnir þingmenn sögðu í umræðum um orkupakka þrjú og mögulega lagningu sæstrengs til Íslands. Þeir sem studdu orkupakkann fullyrtu m.a. að engin tengsl væru á milli pakkans og mögulegrar lagningar sæstrengs. Sama fólk fullyrti og að pakkinn hefði engar breytingar í för með sér og skipti engu máli. Annað hefur heldur betur komið á daginn og annað á eftir að koma í ljós. Þar er af ýmsu að taka ...