Í íslenskum fjölmiðlum hefur undanfarið borið á rangfærslum um uppruna stríðsátaka á Gaza. Vonandi stafar það af þekkingarleysi þeirra sem þar um véla. Verra er ef dreginn er taumur annars aðilans, sem byggist á inngróinni hollustu við hann og fordómum gagnvart hinum aðilanum, á kostnað sannleikans...
... Þótt lýðræði og lífsgildum sé hampað glata þau merkingu ef auðræði og auðhringir ná undirtökum og völdum ... Dapurt er að íslensk stjórnvöld og fjölmiðlar hafi sogast inn í vígvæðingarstraum og við Íslendingar hafnað friðarhlutverki okkar sem við fyrr gegndum vel. Sannleiksþrá, trú og kjark þarf til að breyta því ...