Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

2023

Friðarblysför á Þorláksmessu 2023

... Við höfum gengið þessa blysför fyrir friði í 43 ár. Margt stríð og marga ógnina hefur borið á góma. En við höfum aldrei staðið í þeim sporum sem við stöndum nú. Þessi hrylllingur sem horft er upp á á Gazaströndinni er meiri en í öðrum stríðum og eru þau ófá og nógu hræðileg og ævinlega óbreyttir borgarar sem verða mest fyrir barðinu á þeim ...

Um það sem ekki stendur skrifað: Orkumálin í brennidepli (grein 2)

"Hér verður haldið áfram þar sem frá var horfið að rekja dóm Hæstaréttar Noregs frá 31. október síðastliðnum ... Vonandi fer þeim fjölgandi á Íslandi sem átta sig á þýðingu yfirþjóðlegs réttar …"

Vestrið hindraði friðarsamninga vorið 2022. Skýrsla varpar ljósi á Úkraínustríðið

Það var hægt að koma á vopnahléi og friðarsamningi í Úkraínudeilunni strax vorið 2022, þar sem beinu stríðsaðilarnir tveir höfðu í stærstum atriðum náð saman. En NATO-veldin, fremst Bandaríkin og Bretland, vildu að stríðið héldi áfram, og rykktu viðræðunum þess vegna út af sporinu. Vestrænir þjóðarleiðtogar fundu út að klókast væri að ...

HVAÐ ER EIGINLEGA ÞETTA HAMAS?

Það er fátt sem nefnt er oftar í fréttum þessa dagana en Hamas-samtökin í Palestínu. Hamas-samtökin, eða Íslamska andspyrnuhreyfingin, einsog þau heita fullu nafni, voru stofnuð um miðjan desember 1987 og eru um hálfum mánuði yngri að árum en Félagið Ísland-Palestína sem var stofnað 29. nóvember 1987. Aðeins viku eða 10 dögum eftir að félagið var stofnað ...

UM ÞAÐ SEM EKKI STENDUR SKRIFAÐ

... Þann 31. október síðastliðinn féll dómur í Hæstarétti Noregs i máli sem samtökin Nei til EU höfðuðu til þess að fá úr því skorið hvort þurft hefði aukinn meirihluta (3/4) fyrir innleiðingu orkupakka þrjú, samkvæmt 115. gr. norsku stjórnarskrárinnar. Ef fullveldisafsal telst...

Glæpaverk Ísraels á Gasa: viðbragðsleysi ríkisstjórnarinnar og viðbrögð VG

Þar sem ég er félagi í Vinstrihreyfingunni grænu framboði hef ég svolítið verið að nýta mér innri vettvang flokksins til að brýna hann til að beita áhrifum sínum enn frekar til andófs gegn glæpaverkum Ísraels á Gasa og til stuðnings Palestínumönnum. Þar sem ég tel margt af því eiga erindi út fyrir þann hóp birti ég hér samantekt ...

Baráttan um hugmyndirnar

… Alvöru fjölbreytileiki felst ekki í því að fylgja valdinu í blindni, heldur í óttaleysi við það að beita eigin sálargáfum og hæfileikum. …

Bókun 35 við EES-samninginn

… Sumir halda því fram að Evrópusambandið sé samband fullvalda ríkja. Það er eins mikið öfugmæli … Evrópusambandið er einmitt bandalag ríkja með stórlega skert fullveldi … Bókun 35 við EES-samninginn er ein af mörgum hliðum fullveldisafsals og snertir Ísland. Að leiða hana í lög væri jafnframt merki um endanlega uppgjöf íslenskra stjórnvalda …

Flóttamenn og hælisleitendur – Stjórnleysið á landamærunum

Opin landamæri eru áberandi einkenni á stjórnarstefnu núverandi ríkisstjórnar. „Banki einhver á dyrnar“ er hann strax boðinn velkominn og helst ekki spurt um feril viðkomandi. Þetta endurspeglar …

„Holodomor“ og „tvöfalt þjóðarmorð“

Eins og fjallað var um í fyrri greinum hefur Alþingi Íslendinga gerst aðili að fjölþjóðlegu átaki um að skilgreina hungursneyðina í Úkraínu 1933 sem „hópmorð“ eða þjóðarmorð (alþjóðlega orðið er genocide), og með því „brugðist við ákalli“ frá Úkraínu ...