Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Janúar 2004

Almannafé

 Skömmu fyrir jólin kom út bók um rithöfundinn Halldór Laxness. Á það hefur verið bent að vinnubrögðum höfundarins sé að mörgu leyti áfátt, hann endursegi langa kafla úr bókum skáldsins, hann notfæri sér verk og rannsóknir annarra manna í heimildarleysi og/eða án þess að gera fullnægjandi grein fyrir því og að í bókinni sé margs konar ónákvæmni um staðhætti, fólk og atburði.