Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Apríl 2019

TÖLVUPÓSTAR HILLARY CLINTON UM LÍBÝU

Hillary Rodham Clinton er, ásamt Nicholas Sarkozy fyrrverandi Frakklandsforseta, sá stjórnmálamaður utan Líbýu sem á mestan heiður, eða mestu sök, á því að koma af stað þeirri styrjöld sem ríkti í landinu árið 2011 og því ástandi sem nú ríkir  þar. Hún átti frumkvæði að því að láta loka sendiráði Bandaríkjanna í Líbýu 25. febrúar og strax í kjölfarið að  þrýsta á stjórnmálamenn á heimsvísu að samþykkja ályktun Öryggisráðs SÞ númer 1970 sem fólst í refsiaðgerðum gegn Gaddafi og ríkisstjórn Líbýu. Þann 28. febrúar 2011 lýsti hún því yfir í Genf í Sviss fyrir framan hóp evrópskra kollega sinna að ...

GELDING STJÓRNMÁLANNA OG TVÍSKIPT ELÍTA

Í orkupökkunum er fjórfrelsi ESB innleitt í íslenska orkugeirann og þær reglur ýta til hliðar íslenskri orkulöggjöf. Í lögum sem afnema frystiskyldu á hráu kjöti er fjórfrelsið líka innleitt og ýtir til hliðar íslenskum fyrirvörum og íslenskri matvælalöggjöf. Íslenska stjórnmálastéttin er sameinuð um þetta að undanateknum Miðflokknum (og Flokki fólksins í orkupakkamáli). Í utanríkismálum undafarin ár hefur íslenska stjórnmálastéttin verið algerlega sameinuð í einni blokk: í refsiaðgerðum BNA og ESB gegn Rússum, flugskeytaárásum BNA & co á Damaskus, NATO-æfingunni Trident Juncture á Íslandi ...

FULLVELDIÐ Á VINSTRI VÆNGNUM

Umræðan um orkupakkann ólgar og sýður. Hugtakið FULLVELDI kemur þar í sífellu upp. Svo mjög að segja má að umræðan um orkupakkann birti um leið afstöðu viðkomandi til fullveldisins. Orkupakkinn er ágætis hnotskurn! Um afstöðu ólíkra hópa til fullveldisins má segja að „sínum augum lítur hver á silfrið“. Annars vegar eru þeir sem tala um „orkuna okkar“ og vilja verja „fullveldið í orkumálum“ og hins vegar þeir sem segja ýmist að orkan sé bara eðlileg vara eins og fiskur og ferðamenn eða þá að málið snúist „einkum um náttúruvernd og neytendavernd í orkumálum“. Við fullyrðingu þeirra fyrrnefndu um fullveldisframsal er algengasta svar hinna síðarnefndu ...

NIÐUR MEÐ ORKUPAKKANN!

Tillaga utanríkisráðherra og ríkisstjórnar er að heimila Alþingi „að aflétta stjórnskipulegum fyrirvara“ við innleiðingu 3 orkupakkans í EES-samninginn. Ef þjóðþing allra EFTA-landanna samþykkja verður pakkin að lögum á EES-svæðinu og þar með Íslandi. Stuðningsmenn pakkans, m.a. ráðherrar Sjálfstæðisflokks og VG, flytja málið þannig að annars vegar hafi pakkinn ...

FÁEIN ORÐ UM FYRIRVARA

Eins og mörgum er kunnugt, hafa þeir sem hyggjast nú styðja „þriðja orkupakkann“ látið sannfærast af þeim rökum að íslenskir lagalegir fyrirvarar við innleiðinguna muni halda vel. Ég tel vera um misskilning að ræða, tel þvert á móti að þeir komi til með að verða algerlega haldlausir – þegar á reynir. Í Evrópurétti er vel þekkt regla sem kallast á frönsku „ Le principe de primauté du   droit   de l'Union européenne “ eða „reglan um forgang Evrópuréttar“. Hún merkir að komi til árekstra á milli réttar (laga) aðildarríkja (ESB) og Evrópuréttar er hafið yfir vafa að Evrópurétturinn er ævinlega ríkjandi. Réttur einstakra aðildarríkja víkur  ...