TÖLVUPÓSTAR HILLARY CLINTON UM LÍBÝU
30.04.2019
Hillary Rodham Clinton er, ásamt Nicholas Sarkozy fyrrverandi Frakklandsforseta, sá stjórnmálamaður utan Líbýu sem á mestan heiður, eða mestu sök, á því að koma af stað þeirri styrjöld sem ríkti í landinu árið 2011 og því ástandi sem nú ríkir þar. Hún átti frumkvæði að því að láta loka sendiráði Bandaríkjanna í Líbýu 25. febrúar og strax í kjölfarið að þrýsta á stjórnmálamenn á heimsvísu að samþykkja ályktun Öryggisráðs SÞ númer 1970 sem fólst í refsiaðgerðum gegn Gaddafi og ríkisstjórn Líbýu. Þann 28. febrúar 2011 lýsti hún því yfir í Genf í Sviss fyrir framan hóp evrópskra kollega sinna að ...