Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Júlí 2019

HERNAÐARYFIRGANGUR BANDARÍKJANNA Á HEIMSVÍSU OG RÚSSAGRÝLAN

Árið 2018 eyddu Bandaríkin 649 milljörðum Bandaríkjadala í hermál. Þá eyddu þau ríki sem næst komu hvað hernaðarútgjöld varðar (Kína, Sádí Arabía, Indland, Frakkland, Rússland, Bretland og Þýskaland) 609 milljörðum Bandaríkjadala samanlagt (Tian o.fl., 2019). Bandaríkin stunda umfangsmestu hergagnaframleiðslu heims. Fimm af tíu stærstu vopnaframleiðslufyrirtæki heims eru bandarísk, þar af þau þrjú stærstu. Meira en helmingur allra vopna heims eru framleidd af bandarískum fyrirtækjum. Bandaríki stunda einnig mesta útflutning á hergögnum allra ríkja, en þar er ...

HERINN: ÚT UM FRAMDYR, INN UM BAKDYR

Samkvæmt útvarpsfréttum eru framundan framkvæmdir á öryggissvæðinu á Keflavíkurfluvelli auk ratsjárkerfis í fjórum landshornum, framkvæmdir fyrir 14 milljarða króna. Upphæðin jafngildir ca. 100 nýjum glæsivillum.  „ Framkvæmdunum má skipta í tvo hluta. Annars vegar er uppfærsla á ratsjárkerfum NATO umhverfis landið og hins vegar viðhald og uppbygging á Keflavíkurflugvelli, bæði af hálfu NATO og bandaríska hersins... Bandaríski flugherinn ætlar svo að útbúa aðstöðu til búsetu í einskonar gámaíbúðum fyrir meira en þúsund hermenn ...

ÁRATUGA ÁHUGI INNAN LANDSVIRKJUNAR Á SÆSTRENG

Þessi grein er einungis stutt úttekt á áhuga Landsvirkjunar á sæstreng til Bretlands (Skotlands) og meginlands Evrópu. Stutt athugun á ársskýrslum, í safni Landsvirkjunar, sýnir vel að áhugi á sæstreng til Evrópu hefur lengi verið til staðar hjá stofnuninni. Í safninu er að finna skýrslur frá árinu 2001-2018. Í skýrslu Landsvirkjunar frá 2003 segir m.a.:  „Rætt var við nokkra nýja aðila um rafmagnssölu til nýrra verksmiðja á ýmsum stöðum á landinu.   Lokið var við forathugun á lagningu sæstrengs milli Íslands og meginlands Evrópu sem unnið var að með Statoil og Statnett í Noregi . [i]   Niðurstaða þeirrar athugunar var að ...
BRENNANDI SPURNINGAR EN RÖNG OG LOÐIN SVÖR UM ÞRIÐJA ORKUPAKKA ESB

BRENNANDI SPURNINGAR EN RÖNG OG LOÐIN SVÖR UM ÞRIÐJA ORKUPAKKA ESB

Þegar leitað er upplýsinga á heimasíðu stjórnarráðsins, um innihald og afleiðingar orkupakka 3, er fátt um fína drætti. Spurningarnar eru allar brennandi og því aðkallandi að þeim sé svarað með fullnægjandi upplýsingum, áður en nokkuð verður aðhafst frekar í málinu.  Miklum blekkingarleik hefur verið beitt frá upphafi og fólki talin trú um að engu máli skipti fyrir íslenska þjóð þótt hún missi forræði á stjórn og nýtingu orkulinda sinna, enda breytist ekkert við innleiðinguna! Þegar ráðherra rak í vörðurnar komu „hvíslarar“ [embættismenn] og björguðu málum fyrir horn og bentu á ...