Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Maí 2019

ÁHRIF EVRÓPURÉTTAR Á RÉTT EINSTAKRA AÐILDARRÍKJA ESB

...  En í ljósi þess hvernig mál hafa þróast á umliðnum árum, þar sem Evrópusambandið hefur öðlast æ meira vald frá þjóðríkjunum, verður sú spurning sífellt áleitnari hvort ekki sé kominn tími til þess virkilega að hugsa þessi mál öll upp á nýtt. Sumir vilja „ganga alla leið“ - í Evrópusambandið. Það sýnist að mörgu leyti mun verri kostur nú en stundum áður. Fyrrum utanríkisráðherra ...

HVAÐ SKÝRIR STEFNU STJÓRNVALDA UM INNLEIÐINGU ÞRIÐJA ORKUPAKKANS?

Í ljósi þeirrar ofuráherslu sem stjórnarmeirihlutinn leggur á innleiðingu þriðja orkupakkans er mjög knýjandi að finna orsakir þess. Hér verður sett fram eftirfarandi tilgáta. Vinstri-græn leggja á það mikla áherslu að stóriðjan verði smám saman lögð niður en raforkan þess í stað seld í gegnum sæstrengi til Evrópu – sem græn raforka. Hugmyndin er þá sú að Landsvirkjun verði skipt upp, á næstu árum (og byggt á samkeppni í takti við þriðja orkupakkann) reistir verði vindmyllugarðar (í nafni grænnar orkuframleiðslu) og fjöldi smávirkjana reistur ...
FÖLSK NEYTENDAVERND OG SÝNDARSAMKEPPNI - ORKUPAKKI 3

FÖLSK NEYTENDAVERND OG SÝNDARSAMKEPPNI - ORKUPAKKI 3

Sumir þingmenn sem styðja þriðja orkupakkann telja felast í honum mikla „neytendavernd“ og „samkeppni“ sem muni gagnast neytendum. Þegar rætt er um „neytendavernd“ og „samkeppni“ þarf að byrja á byrjuninni. Hver er hún? Svarið felst í skoðun á grunnþáttum markaða, stærð markaða, skilvirkni markaða, teygni markaða og hegðun neytenda.  Ísland er ...

BREYTINGAR Á ÍSLENSKUM LÖGUM VEGNA ORKUPAKKA 3

...  Ég velti fyrir mér hvort sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson, forseti, hafi velt fyrir sér afleiðingum þessa fyrir íslenskan efnahag, raforkuverð og náttúruvernd. Það er sláandi að lítið sem ekkert heyrist í ýmsum forystumönnum náttúruverndar á Íslandi um þetta mál. En Alþýðusamband Íslands hefur gengið á undan með góðu fordæmi og lýst andstöðu við þriðja orkupakkann. Það var skorinorð og skynsamleg afstaða, enda fjarri því að launafólk á Íslandi komi til með að njóta þess í bættum kjörum að auðlindir landsins verði gerðar að fóðri fyrir braskara ...

ÞJÓÐIN MÍN ER SKYNSÖM

... Alþingismenn upp til hópa, allir nema þingmenn Miðflokks og Flokks fólksins, segja okkur að leiða beri pakkann í lög. Þeir ætla bersýnilega ekkert að sinna þjóðarviljanum í þessu máli. Katrín ræðir málið við norsku Ernu Solberg og pöntuð er sameiginileg yfirlýsing með EFTA-ríkjunum tveimur um að pakkinn skerði ekki fullveldi þeirra. Norska þingið samþykkti einmitt pakkann í fyrra í grófu trássi við vilja þjóðarinnar. Allir sérfræðingarnir sem RÚV og Fréttablaðið vitna í, allir, segja að pakkinn hafi lágmarksáhrif, en afar brýnt sé að samþykkja hann. Svo er pantaður úrskurður frá forseta EFTA-dómstólsins ... 

INNLEIÐING ORKUPAKKA 3 KEMUR ÍSLENSKUM NEYTENDUM AÐ ENGU GAGNI EN ÞJÓNAR HAGSMUNUM FJÁRGLÆFRAMANNA

Eftir að hafa horft á Silfrið á RUV í morgun er betur ljóst en áður að sumir þingmenn leggja mjög sérkennilegan skilning í hugtökin „neytendavernd“, „samkeppni“ og „frjáls markaður“. Sumt af þessu fólki virðist telja að það sé á sama tíma hægt að markaðsvæða og stjórna því hver fær að keppa á sama markaði. Rétt að fólk geri sér ljóst, að eftir að búið er að samþykkja ákveðna markaðsvæðingu, með innleiðingu tilskipana og reglugerða þar að lútandi, gilda reglur Evrópuréttar um viðkomandi starfsemi. Það er ekki hægt á sama tíma að gangast undir ákveðnar reglur en ætla sér líka að hafa fulla stjórn á málum eftir að reglurnar hafa verið innleiddar. Þannig virkar þetta ekki ...