Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Ágúst 2019

NOKKUR ATRIÐI SEM ÞINGMENN ÆTTU AÐ VELTA ALVARLEGA FYRIR SÉR - ORKUPAKKI 3

Eins og mörgum er kunnugt er fyrirhuguð atkvæðagreiðsla um þriðja orkupakkann næstkomandi mánudag. Eftir að hafa horft á umræður frá Alþingi, nú í kvöld, er ljóst að of margir þingmenn eru alveg úti að aka í umræðunni og virðast ekki gera sér nokkra grein fyrir því hvað þar er um að ræða. Talsmenn Pírata eru t.a.m. í „stjarnfræðilegri“ fjarlægð frá inntaki málsins [fastir í sínu fari]. Sama á við um talsmenn VG sem greinilega eru í afneitun og hvorki geta né vilja skilja heildarsamhengi hlutanna. Það á einnig við um flesta talsmenn Sjálfstæðisflokksins og framsóknar.  Þar er gjarnan vísað í  ...

FRJÁLST FLÆÐI Á "VÖRUM", SÝNDARSANNLEIKUR OG FJÁRGLÆFRAMENNSKA - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

Í umræðunni um þriðja orkupakkann, undanfarna mánuði, hafa helstu talsmenn ríkisstjórnarinnar talsvert hamrað á því að rafmagn sé „vara“. Þar er stuðst við skilgreiningu ESB. Samkvæmt því fellur rafmagn undir reglur Evrópuréttarins um frjálst flæði. Um innri markað ESB er fjallað í greinum 26-27 í Lissabon-sáttmálanum. Um  frjálst flæði  gilda reglur innri markaðarins og koma fram í sama sáttmála [TFEU] greinum 28-37.  En af lykilreglum innri markaðar Evrópu er reglan um   gagnkvæma   viðurkenningu  ...

VÍGVÆÐING NORÐURSKLÓÐA

Ný hervæðing á Keflavíkurflugvelli er liður í vígvæðingu norðurslóða, Norður-Atlantshafsins og Norður-Íshafsins. Hver vígvæðingarfréttin rekur aðra.  A  Á undanförnum mánuðum hefur útvarpið sagt nokkrar fréttir af viðamiklum framkvæmdum á Keflavíkurvelli á vegum (aðallega) Bandaríkjahers, aðstöðu fyrir fleiri kafbátaleitarvélar, íbúðir fyrir meira en þúsund hermenn og uppfærsla ratsjárkerfa í fjórum landshornum. Hægt verður að taka við allt að tveimur orrustuflugsveitum hvenær sólarhringsins sem er, í hverri flugsveit jafnan 18 til 24 orrustuflugvélar o.s.frv. ...

LANGSÓTTAR OG FJARSTÆÐUKENNDAR LÖGSKÝRINGAR "STEYPUPRÓFESSORS OG LAGADEILDARDÓSENTS - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

...  Í grein í Fréttablaðinu í dag, 16. ágúst, er grein eftir „steypuprófessorinn“ og lagadeildardósent við Háskólann í Reykjavík. Greinin er að mestu endurtekning á fyrri rangfærslum. Þó er rétt að fara nokkrum orðum um það sem þar er haldið fram. Í greininni endurspeglast mjög sérkennileg „lagahyggja“ en hún birtist þannig að það eina sem talið er skipta máli sé lagatextinn sjálfur og ef ekkert stendur í lagatextanum (sem er raunar rangt) þá sé engin hætta á ferðum. Þetta má kalla „lögfræði án jarðsambands“...

DANSKA VALDIÐ Í GÓÐU LAGI: BÓKIN HNIGNUN, HVAÐA HNIGNUN?

...  Næmi Íslendinga á 19. öld fyrir þjóðernishyggjunni á sér auðvitað fjölþættar orsaskir. Menningarleg einsleitni á Íslandi rímaði mjög vel við hugmyndir þjóðernissinna um þjóðríki. Sameiginleg menningarleg fortíð, tilvist sjálfstæðs samfélags („fríríkis“) í fortíðinni með sinn menningararf (og allar goðsagnir honum tengdar) styrkti sem kunnugt er sjálfskennd þjóðarinnar. Fjarlægð hins danska stjórnvalds frá íslenskum vettvangi samræmdist illa gróandi hugmyndum um lýðræði, vald þegnanna í eigin málum. Loks er það sú hugmynd/kenning baráttumanna fyrir sjálfsstjórn sem mest var notuð: að landið hefði verið vanrækt, arðrænt og dregist aftur úr (því hafi hnignað).  „Módernistar“ í túlkun sjálfstæðisbaráttunnar hafa undanfarið sagt að þessi síðasttöldu sjálfstæðisrök hafi byggt á misskilningi ...

FÁEINAR "STEYPUSLETTUR" HREINSAÐAR UPP - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

 Hér á eftir verða nokkrar „steypuslettur“ hreinsaðar upp og tengjast þriðja orkupakkanum. Fyrst má nefna grein eftir Ketil Sigurjónsson í Morgunblaðinu í dag, 9. ágúst. Það sem nauðsynlega þarfnast leiðréttingar þar er eftirfarandi:  „Þetta kemur t.a.m. með skýrum hætti fram í Samningnum um starfshætti Evrópusambandsins (Treaty on the functioning of the European Union; TFEU). Í þessu sambandi má vísa í 194. gr. umrædds samnings, þar sem segir að skipan orkumála hvers aðildarríkis sé í þess höndum.“ [i]   Þarna vísar Ketill til 194. gr. TFEU sem fjallar um orku. Það er rétt að 2. mgr. 194. gr. kveður á um rétt aðildarríkjanna hvað varðar eigin orkumál. Hér þarf hins vegar að greina á milli þess sem annars vegar kallast í Evrópurétti „ exclusive competences “ og hins vegar „ shared competences “. Það   var   þannig að aðildarríkin höfðu orkumálin algerlega á sínu valdi. Það á hins vegar ekki við lengur ...
ÞUNN OG SJÓBLÖNDUÐ STEYPA PRÓFESSORS - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

ÞUNN OG SJÓBLÖNDUÐ STEYPA PRÓFESSORS - ÞRIÐJI ORKUPAKKINN

 Í Fréttablaðinu þann 31. júlí er grein eftir mann sem titlaður er prófessor [hér eftir nefndur „Steypuprófessor“] við Háskólann í Reykjavík. Greinin nefnist „Sæstrengjasteypa“. Greinin lýsir einfeldni og oftrú höfundar á lagareglum alþjóðaréttar. Mætti kalla þetta „barnalega einfeldni“. Það er við lestur svona greina sem stundum læðist að manni að brotalöm kunni að vera í lagakennslu á Íslandi. Skal enn og aftur áréttað að greina þarf skýrlega í sundur hvernig annars vegar hlutir eru tilgreindir og skilgreindir, í hinum ýmsu lagatextum, og svo hvernig þeir virka í raun. Þar er oft mikið ósamræmi á milli.  Eitt er sýnd annað er reynd.  Greina þarf á milli þess sem kalla má „ jákvæða skyldu “ og hins sem kalla má „ neikvæða skyldu “. Sú fyrrnefnda felur sér ...