04.06.2005
Kristján Hreinsson
Mikið óskaplega er þetta nú vandræðalegt hjá blessuðum V-listanum í borgarmálunum. Fólk sér þá leið eina, að leggjast enn og aftur uppí hjá framsóknarmönnum, bjóða þeim aðgang að öllu sem þeir hafa haft aðgang að og tryggja þeim það að þeir geti áfram ausið úr brunnum borgarinnar til að kæla flokksmaskínuna sem malar og malar, alltaf á kostnað þeirra sem minna mega sín.Það á að sitja áfram í borgarstjórn, sama hvað það kostar.