Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Júlí 2020

STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA FJÖGUR - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4

Verður nú tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið og haldið áfram að rekja ákvæði raforkutilskipunar 2019/944 ESB. Í 33. gr. tilskipunarinnar er fjallað um samþættingu rafhleðslustöðva við raforkukerfin (Integration of electromobility into the electricity network). Í 1. mgr. 33. gr. segir að með fyrirvara um tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 2014/94 ESB, skuli aðildarríkin setja upp nauðsynleg regluverk til að auðvelda tengingu  ...

STRÍÐIÐ GEGN SÝRLANDI - EFNAHAGSVOPNUM BEITT

Stríðið gegn Sýrlandi hefur færst yfir á nýtt skeið. Á meðan dregið hefur úr hernaði heimsvaldassinna gegnum málaliða og trúarlega vígamenn hefur stórlega verið hert á efnahagshernaði gegn hinu stríðshrjáða landi. RÚV: Rússland og Kína loka á mannúðaraðstoð til Sýrlands! Í fyrri viku kom RÚV með nokkrar fréttir um að Rússar og Kínverjar hefðu í Öryggisráðinu lokað á innflutning hjálpargagna frá Tyrklandi til Sýrlands (nema gegnum eina landamærastöð) og þeir hefðu í raun „lokað á alla utanaðkomandi mannúðaraðstoð til Sýrlands“. Haft var eftir „ónafngreindum evrópskum diplómata“ að „markmið Rússa – og Sýrlandsstjórnar - sé að ... 

"HEIMABRUGGUÐ STJÓRNSKIPUN", SAMRUNI ORKU(PAKKA)FYRIRTÆKJA Í EVRÓPU OG MAFÍUSTARFSEMI

Í umræðum á Internetinu og víðar má stundum sjá því fleygt fram að Íslendingar muni ætíð halda orkulindum sínum. Sú fullyrðing er eins mikið öfugmæli og nokkuð getur verið. Oft sést þessu haldið fram í tengslum við orkupakka ESB. Þá virðast sumir líta svo á að innri orkumarkaður Evrópu sé þannig gerður að hann tengist ekki öðrum mörkuðum. Það er að sjálfsögðu einnig rangt.  Þannig er málið vaxið að með fjölgun orkupakkanna eykst sífellt þrýstingur á frekari markaðs- og ...

BAKKAFLOPPIÐ.

Skrýtin var átthagaástin bundin við Húsavík, óskin um að geðugur smábær umbreyttist í miðstöð stóriðju. Vegir ástar eru órannsakanlegir. 360.000 tonna álver á Bakka var þó draumur sem brást, en helmingur af 66.000 tonna sílikonfabrikku reis þó sem bót í máli. Draumbót í bili a.m.k. Ágalli er sóðabruni kolafjalla og ógeðfelldar vinnuaðstæður illa haldinna starfsmanna. Afurð má þó ekki aðeins nýta í hernaðartól, vopn og efnabras eitrað. Má jafnvel nýta uppbyggilega líka.  PCC á Bakka var talin skömm skárri, ríkið albúið til styrktar og Landsvirkjun ekki síður, jafnvel lífeyrissjóðir líka.   Við pólitískan samfögnuð hróflaði PCC upp fabrikku sinni, rekstur hófst  ...