STÓRA RÁNIÐ UNDIRBÚIÐ - FRAMHALDSUMRÆÐA FJÖGUR - RAFORKUTILSKIPUN 2019/944 ESB - ORKUPAKKI 4
30.07.2020
Verður nú tekinn upp þráðurinn þar sem frá var horfið og haldið áfram að rekja ákvæði raforkutilskipunar 2019/944 ESB. Í 33. gr. tilskipunarinnar er fjallað um samþættingu rafhleðslustöðva við raforkukerfin (Integration of electromobility into the electricity network). Í 1. mgr. 33. gr. segir að með fyrirvara um tilskipun Evrópuþingsins og Ráðsins 2014/94 ESB, skuli aðildarríkin setja upp nauðsynleg regluverk til að auðvelda tengingu ...