Fara í efni

Greinasafn - Frjálsir pennar

Desember 2013

AÐFÖRIN AÐ RÍKISÚTVARPINU

 Nýjasta aðförin að Ríkisútvarpinu[i] er liður í ferli sem staðið hefur árum og áratugum saman. Um er að ræða hreina árás á tjáningarfrelsi, menningu, og sjálfstæði þessarar menningarstofnunar, til þess gerða að auka á forheimskun þjóðarinnar [forheimskuðum kjósendum er gjarnan auðveldara að stjórna] og greiða götu fjárglæframanna sem væntanlegra „kaupenda" Ríkisútvarpsins.